Stjörnurnar klikka ekki.

Ég lofaði krassandi fréttum.  Veit varla hvar ég á að byrja.

Ein fréttin segir að Amal og George séu að skilja og það eru 300 milljónir dollarar í spilinu.Obboð sorglegt, þau eru svo mikil krútt . Hef reyndar lesið um þennan skilnað fyrir margt löngu amk á Hollywood mælikvarða, svo hvur veit.

Hann Harry í höllinni er búinn að barna kærustuna sína og Beta ekki par hrifin vill að pilturinn haldi sér í buxunum svona fyrir hjónabandið . 

Skassið hún Angelina sér svona líka eftir ljúflingnum honum  Brad og vill endilega að hann segi Kate upp og komi aftur heim. Þetta er erfitt fyrir angsnn hann Brad því hann er bálskotinn í Kate . 

Kim bíður reddí með skiknaðarpappírana ,  hún bara bíður eftir Kanye losni úr lúníbinninu. Verð að segja að ég vorkenni henni töluvert.

Úff ekki má gleyma honum Tom Cruise.  Haldiði ekki að bæði Katie og Nicole séu búnar að kjafta frá öllum hans ómögulegheitum í vísindakirkjunni og er af nógu að taka.

Já og talandi um Katie.  Þá er hún ólétt eftir hann Jamie, það slær ekki slöku við stjörnufólkið.

Það er ekki stafkrókur um góða vini mína John og Kelly, ætli sé þá ekki bara allt í lukkunar velstandi hjá þeim.  Ekki heldur neitt um skilnaðinn hjá Barböru og Josh.  Mér þykir frekar leiðinlegt að frétta ekkert af þessum heiðurshjónum.

Annars er lífið í sveitinni okkar ákaflega ljúft.  Golfkeppnin í fullum gangi, eins og er þá er frúin yfir, en það er ekki ennþá örugg forysta.  Sendið sigur strauma yfir hafið takk fyrir. 

Ég er búin að versla eitt og annað, ekkert samt nema það bráðnauðsynlegasta eins og gefur að skilja, maður er nú ekki að skrensast í búðir í einhverri vitleysu.

Gæri trúað að það yrði steik í kvöld.

Óver and át


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband