Hann Andy í gleraugnabúðinni

Svo  er það hann Andy í gleraugnabúðinni.  Er búin að þekkja hann síðan við fórum að fara reglulega westur um haf.  Það byrjaði þegar ég keypti mér gleraugu hjá honum og hann auðvitað spurði mig hvaðan ég væri.  Ég frá yndislega Íslandinu. Já  hann er aðdáandi Bjarkar.  Í fyrsta skipti sló ég pínu um mig og sagði honum að við Björk hefðum gengið í sama skóla þ.e. Réttó, þann merka skóla.  Þar með eignaðist ég hjarta hans og hann hefur verið vinur minn síðan.  Ég er semsagt búin að skreyta mig með stolnum fjörðum Bjarkar.  Well hú kers?

Nema hvað hann talaði svo fjálglega um að hann ætti alla tónlist Bjarkar svo ég spurði hann hvort hann ætti Gling Gló?  nei hann hafði ekki einu sinni heyrt um hana.  Þá ákvað ég að færa honum diskinn.  Skutlaði mér í Skífuna og fjárfesti í disknum.  Í einni ferðinni færði ég honum diskinn og þegar ég sótti golfgleraugun mín daginn eftir var Andy frá sér numinn af gleði.  Diskurinn var frábært svo létt sé tekið til orða.  Hann sagði mér svo um daginn að diskurinn sé í sérstöku uppáhaldi og vinir hans biðji hann oft um að fá afrit, sem hann neitar þar sem hann vill sitja einn að honum. 

Þetta var nú sagan af honum Andy..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Sko það er nefnilega þannig að þegar maður er kominn á minn aldur og þarf margskipt gleraugu, einn part til að sjá þokkalega og annan til að lesa, vogi maður sér út á golfvöll með svona græju á nebbanum er eins og maður sé ca á 4 glasi þegar maður ætlar að reyna að pútta.  Og það er sko alveg nógu erfitt allsgáður  :)  Þess vegna er maður með svona óskipt golfgleraugu. 

María Richter, 9.10.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband