Góðar fréttir, en Bylgjan sagði ekki frá því :(

Var að koma frá Keflavík þegar fjögur fréttir Bylgjunnar voru.  Ég vissi að krónan hafði styrkst yfir daginn og beið þess vegna spennt að heyra hvar í röðinni þær fréttir yrðu á Bylgjunni.  Ég hlustaði á allar fréttirnar en fréttastofu Bylgjunnar þótti þetta ekki nógu krassandi fréttir til að segja frá.  Ég er ennþá sannfærðari um að fréttamiðlar landsins okkar vilja miklu frekar velta sér uppúr og segja frá neikvæðum fréttum, heldur en þeim sem geta flokkast góðar fyrir okkur um þessar mundir.  Ég er svoleiðis aldeilis sannfærð um að ef krónugreyið hefði fallið í hyldýpi, þá hefði það verið frétt númer 1 og ekkert annað.  Alveg eins og hann Gissur á morgnanna er fyrir löngu hættur að tala um olíuverðið.  Það er nefnilega ekkert krassandi að olíutunnan kosti undir 50 dollurum.

Ég svoleiðis vildi óska að fréttirnar væru á jákvæðari nótum.  Þá er ég svo viss um að við öll gætum brett upp ermarnar og tekist miklu betur á við verkefnið sem er framundan. 


mbl.is Krónan styrktist um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er fyrir löngu hættur að hlusta á Bylgjufréttir - einhvernveginn þá snúast þær svo oft meir í æsifréttamensku en réttlátar fréttir - við hér á mínum vinnustað erum hætt að hlusta ma á Bylgjuna sökum þessa - hér er ungt fólk sem er í vandræðum og Bylgjufréttir hafa farið illa í mörg þeirra - so turn off Bylgjan

Jón Snæbjörnsson, 4.12.2008 kl. 16:48

2 identicon

Já húrra fyrir krónunni

Æsir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ótrúlegt hvað neikvæðar fréttir hafa algjöran forgang. RUV og Mogginn eru lítið skárri

Ragnar Gunnlaugsson, 4.12.2008 kl. 16:55

4 identicon

Ætli Stöð 2 neyðist ekki til að segja frá þessu, gera þetta að minni háttar frétt?

Palli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Hundur í manni...

Þeir hætta að rífa kjaft við okkur Davíð, þegar krónan verður búin að hækka um 8 % á dag í eitt ár og við fáum Dollarann á Krónu. Þá förum við félagarnir í framboð og þá skulu sumir vara sig.

Hundur í manni..., 5.12.2008 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband