Sinfónían, COVER BAND

Eða réttara sagt, þá sagði gamli við mig í gærkvöldi:  Gaman að sjá að "Cover band" sé tilnefnt til Grammy verðlauna.  Ha, já, er ekki sinfónían bara eitt stórt cover band?  Þeir spila eingöngu tónlist eftir aðra.  En skrítið að hugsa sér að oftast þykja cover bönd ekki sérstaklega menningarleg, en aftur á móti þykir sinfónían með fínni og menningarlegri böndum.  Er þá bara svona flott að spila tónlist annarra ef hún er eldgömul?   Bara fannst þetta dálítið skemmtileg pæling, afhverju að fólk sem spilar á hljóðfæri í stórum hópi tónlist eftir aðra sé eitthvað menningarlegra en fólk sem spilar tónlist eftir aðra í minni hópum s.s. dægurlagahljómsveitir.  Var ekki tónlistin sem sinfónían er að spila, dægurlög þeirra tíma t.d. eins og vínarvalsarnir?

Ég bara varð að láta þetta flakka, þótti þetta nokkuð skondið.


mbl.is Sinfóníuhljómsveitin tilnefnd til Grammy-verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur ekki verið að það spili aðeins inn í að það sé örlítið erfiðara fyrir 40-50 manna band að covera eldgömul lög sem notast við 8-10 eða fleiri mismunandi hljóðfæri, en fyrir 4-5 manna band sem covera lög sem notast við 3-5 mismunandi hljóðfæri?

Getum við ekki þar auki sagt að það fyrrnefnda sé að einhverjum hluta meira menningarlegt en það síðarnefnda, mikið til komið vegna þess hversu gömul lögin sem þau covera eru orðin.

Bílar byrja t.d að vera kallaðir fornbílar þegar þeir ná 25 ára aldri (að mig minnir, gæti skeikað um einhver ár) og ég hugsa að fleiri álíta þá menningarlegri en t.d ´06 model af corrollu.

Ekki að ég sé að reyna að bera einhverjar varnir fyrir sinfó þar sem ég hef ekki gerst svo frægur að hafa setið neina tónleika með þeim, bara að vera með spá pælingar á móti :)

Matthías I. (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: María Richter

Helena þú náðir akkurat pælingunni minni. Ég var alls ekki að dissa neitt sinfóníuhljómsveitina, en snobbið í kringum þess háttar tónlist er bara ekki í lagi.  Ég nefnilega get ekki séð að ein tegund tónlistar eða tónlistarmanna séu eitthvað merkilegri en önnur tegund.  En samt heldur fólk vart vatni, eða að minnsta kosti þykist ekki halda vatni, yfir tónlist sinfóníunnar og oft þótt það hafi ekki einu sinni gaman af þessari tónlist.  Sammála að menningarsnobb og yfirleitt snobb er bara slæmt.  Sé ekki hver getur sett mælistiku á hver sé betri eneinhver annar.

María Richter, 6.12.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband