Blogg seint á ferð

Þótt ekki hafi verið bloggað, þýðir ekki að það hafi ekki allt verið á fullu hér í Floridanu.  Það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki haft nánast nokkra stund að fylgjast með stjörnulífinu, sem er þó algjörleg nauðsynlegt hér í landi tækifæranna.  

Við komum hingað eftir ofboðslega langa ferð og vorum glöð að koma í yndislega húsið okkar.  Það var auðvitað ekki slegið slöku við og strax morguninn eftir áttum við golftíma.  Heæd að við ræðum ekki neitt um fyrstu hringina, svo ömurlegir voru þeir.  

Digranesheiðar heiðurshjónin komu svo í heimsókn og þá byrjaði formleg dagskrá.  Það var hjónakeppni á hverjum morgni, þar sem gestgjafar voru ekki að standa sig, en viti menn við sigum fram úr.   Með þeim fórum við til St.Augustine, sem er eiginlega uppáhaldsstaður okkar til að heimsækja.  Við vorum þar eina nótt og nutum alls þess sem þessi yndislegi bær hefur uppá að bjóða.  Svo voru það tónleikarnir með Carlos Santana,  þvílík veisla, þetta eru einir bestu tónleikar sem ég hef farið á og eru þeir nú orðnir nokkrir.  

Digranesheiðar heiðurshjónin eru flogin heim og við orðin ein í kotinu.  Nú hefst lega við sundlaugina, það hefur eiginlega ekki viðrað til sundlaugabakkalegu hingað til, en nú stal teki til við legu.  Það er Halloween í dag, en eftir fyrri reynslu þá keyptum við ekkert nammi, í fyrra og hittifyrra kom enginn, svo við neyddumst til að gúffa í okkur öllu namminu,  látum það ekki endurtaka sig.

Ætla að skottast á bekkinn og uppfræða mig á slúðri.

En hingað til hef ég fengið, steik, lax, skelfisk, rækjur, kjúkling svo eitthvað sé nefnt og ég hef ekki þrælað í eldhúsinu.

Óver and át

p.s.  sókin er beint í augun á mér, svo afsakið ritvillur.

 


Bloggfærslur 31. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband