Allt við suðu.

Nei nei okkur gömlu kemur ágætlega saman í fríinu. En það er heitt.  Núna eru svo mikið sem 34gráður fyrir utan hjá okkur.  Gamli er aðeins að æfa sig fyrir kórinn og ég að blogga,  svo ætlum við ut.  Við ætlum að sigla um sundlaugina á yndisgóðum vindsængum og vonandi fá okkur smá kríu eftir erfiðið á golfvellinum í morgun. Við ætlum að taka okkur golffrí á morgun og hugsanlega leggja land undir fót og fara í smá bíltúr,  samt ekki of langt við erum nebblilegaí fríi og þá er dagsskipunin að slaka á. 

Ég keypti nýtt blað í gær og á forsíðunni er mynd af Juliu Roberts 48 gamalli og þar stendur að hún og Danny eigi von á barni! !!!! 48 og ólétt er konan algjörlega kolkreisí? En hjónabandið var víst í vandræðum og hvað er þá betra en að bæta einum krakkanum við? Það er örugglega meira bitastætt í blaðinu sem ég segi frá seinni,  en laugin kallar og ég hlýði. 

Bæ ðe vei það var sushi í gær og í kvöld er ég að hugsa um að gamli eldi lax fyrir mig.  Ég líð amk ekki skort. 

Hvernig væri svo að kommenta ?  Mér þykir það svo gaman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ahhh hvað ég held að það sé notalegt að hafa svona hlýtt, núna er ég bæði með matar og pínu hitaöfund :) ( hitaöfund ágerist mjög þegar maður hefur farið til Keflavíkur án þess að fá svo mikið sem að stíga fæti inn á flugvöllinn en lendir hins vegar í svo miklu roki að höfuðleðrið ætlaði af og hitatölur voru svo lágar að nefið er ennþá kóngablátt 10 klst síðar). Eru Julia og Danny galin ? Ekki gera krakkaræflinum þetta froskarnir ykkar, þetta er barn en ekki límkítti ! 

Annars, njótiði í tætlur fallega fólk, ég treysti á meira slúður úr blaðinu og vona að það sé bleikt í glasinu 😘

Halla bjalla (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 19:48

2 identicon

Æ hvað ég sé alveg hvað þið hafið það kósý, fyrir utann golfið auðvitað, sem ég mundi aldrei nenna í, færi frekari í outlettið. Eruð þið ekkert byrjuð á flotinu (ég meina í lauginni), það er víst meiri háttar, allt það sem var í haustnum á manni flýtur í burtu og maður getur byrjað aftur á núlli.  Ég fór út að labba í kvöld og viti menn ég fraus ekki eins og grýlukerti.  Það er eitt þessara góðu vorkvölda núna. 

Nú ætla ég að klára það sem ég er að drekka og fara síðan að lúlla til að takast á við morgundaginn, hvað sem hann ber í skauti sínu.

Hafið það áfram næs and ísi og farið í golf og allt þetta góða og notalega sem þið eruð að gera.  Skilaðu endilega kveðju til Julíu og þetta verður ekkert mál fyrir hana með krakkakrílið nema þau skilja að sjálfsögðu strax þrátt fyrir krakkann.

Bið að heilsa öllum í Florida (get auðveldlega sagt þetta, ég þekki að sjálfsögðu engan og ég veit að þú munt að sjálfsögðu ekki reyna að skila kveðjunni)

Dísa systir.

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband