Loksins áfram í Eurovision

Og við ekki heima.....  við sem erum svo eldheitir euro aðdáendur.  Sátum hérna í sófanum með fartölvuna í fanginu og sáum okkar fólk.  Djö...  stóðu þau sig vel.  Það hefði verið algjört frat hefðu þau ekki komist áfram.  Nú þýðir ekki að sitja með tölvuna í fanginu.  Þannig að við erum á leiðinni í Best Buy til að vita hvort þeir eiga ekki snúru svo við getum tengt tölvuna við sjónvarpið, það bara hlýtur að vera til.  Samt skrítið að fara að glápa á Eurovision kl. 15.00, en við missum ekki af því fyrir nokkurn pening.   Ég er bara að spá hvort fjarvera okkar frá Íslandinu hafi eitthvað með þetta að gera.

Lífið hérna í Floridanu er sko ekkert nema rjómablíða, við erum orðin svo slök að við þurfum að rifja upp á hverjum degi hvaða dagur er,  þá er maður sko orðin slakur.  Gamli allur að liðkast í hálsinum og þá er nú mikið sagt.  Við komum heim í næstu viku ef við getum munað hvenær miðvikudagurinn er....

Við erum búin að vera að svamla í sundlauginni í dag og njóta þess að gera akkurat ekki baun.  Jú nema við gömlu gengum smá í barndóm og fórum í boltaleik.  Svona erum við orðin í sólinni.  Í kvöld er svo á dagskránni að slafra í sig úrvals steik eins og gamli getur best framreitt og kannski skola niður með úrvals rauðvíni sem kostar slikk.  Er ekki lífið dásamlegt?

Áfram Ísland annað kvöld, við látum okkur amk ekki vanta fyrir framan skjáinn ó nei, við hvetjum okkar fólk til dáða. 

Hvernig væri nú að skrifa athugasemdir?  Það finnst mér SVO gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komum til með að sakna ykkar á laugardaginn.  Verður ekki sama stuðið   ";)

en við verðum þá bara að notast við tæknina og notum msn innn eða eitthvað   Skál í boðinu

Sigrún (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:45

2 identicon

Hér í landi er guðlast að minnast á €vision - Fengu vinninginn í hausinn ekki bara einu sinn heldur tvisvar og hafa ekki jafnað sig á því ennþá. Sjálfur hef ég ekki áhuga á þessu frekar en flestir sem teljast til milljóna-samfélagsins €land. Sama blíðan hér, minna um stórsteikur og rauðvín. Kveðjur Klux

Klúx (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:56

3 identicon

ÓRÉTTLÁTUR DÓMUR.  Las á netinu að Island hefði ekki orðið núm er eitt - Bezta laginu hent útí horn. Lét mig hafa það að horfa á fyrstu ellefu lögin.  - svo ekki meir.  Greinilegt að austur-blokkin grúppar sig saman í samsæri gegn bestu lögunum.  Hér komin sól aftur og hitinn upp.  Sumarsæla. Klux

Klúx (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 07:20

4 identicon

Er eiginlega búinn að ákveða að fara bara til Alaska um jólin eftir að ég sá myndirnar af snáknum hérna fyrir neðan...

 Getið kíkt á myndir af Amíru við Glym á Facebook.

 Kv. Ari

Ari (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband