Skyndibitamenningin könnuð!!!

Ja hérna það fór þó aldrei svo að við færum í skyndibitamenningarkönnunarferð  (úbs langt orð).  Við vorum fyrir löngu búin að ákveða að fara út á lífið í gærkvöldi, við ætluðum í Old Town að skoða gömlu bílana sem þar keyra hringinn á hverju föstudags og laugardagskvöldi.  Svo var rúsinan í pylsuendanum.  Við fórum á McDonalds, vöggu skyndibitanna.  Allir hlökkuðu til ævintyra kvöldsins, dressuðu sig upp og settust í bílinn fullir eftirvæntingar.  Ekki skal fjölyrða um að vonbrigði mín voru töluverð.  McDonalds var nákvæmlega jafn lítið spennandi og ég hafði þó lúmskan grun um.  Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég hélt að hefði gerst síðan ég síðast smakkaði Makkara.  Það hafði amk ekki gerst neitt sem bragðbætti borgarann.  Förum væntanlega ekki í bráð aftur á Makkann. 

Well eftir vonbrigðin með Makkann var stefnan tekin á Old Town

016

Okkur finnst ekki leiðinlegt að koma þangað.  Á laugardagskvöldum er skrúð"keyrsla" gamalla bíla.  Í gærkvöldi voru óvenjulega margir bílar á ferðinni, vel komnir á aldur  og fólkið sem keyrir í sömu aldursgrúppu.  Þarna eru líka alls konar tryllings tæki sem sumir kalla "skemmti" tæki.  Ég skil reyndar ekki skemmtunina í því að láta þeyta sér hátt í loft upp og þeytast svo til jarðar á miklum hraða.  Í mínum huga er þetta frekar píning, þannig að þetta læt ég algjörlega fram hjá mér fara.

Við tókum nokkrar myndir sem ég læt fylgja hér með:

 

Þessir voru yndislegir, sungu gamla slagara á götuhorni, hefði getað staðið le003ngi og hlustað á þá.

 

 

 

 

 

 

 

 

009Það var engu líkara en barnið stæði þarna hágrátandi.  En við nánari skoðun var þetta alls ekki barn  hjúkket.

 

013Hér kemur svo ein af gamla með ungunum.  Ekki er þetta bíllinn sem við leigjum hérna, enda væri það pínu erfitt að dröslast um borð.  en þessi var í Old town og er sá sami og var notaður í einhverri bíómynd hérna um árið.  Man ekki hvað hún heitir.

 

Jæja börnin mín, sólin bíður mín og ég ætla ekki að láta hana bíða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband