Nýja árið er komið...

og ekki sakna ég þess gamla.

Við hérna í Floridanu höfðum það ákaflega gott um áramótin.  Reynar voru þau frekar óhefðbundin.  Maturinn var mjög hefðbundinn fyrir utan það að kalkúnabringurnar sem við gæddum okkur á kostuðu slikk og kostnaðurinn við veisluna var 059ótrúlegur.

Ekki vildum við missa af skaupinu, svo við tróðum okkur öll í sófann, kveiktum á tölvu og horfðum á eitt besta skaup í mörg ár.  Tær snilld.

048

 

Læt hérna að gamni fylgja með fánann sem kaninn er svo obboð hreykinn af.

 

 

Well

ekki var mikið um flugelda, bara eiginlega ekki neitt, kannski bara 5 hérna í nágrenninu.

Svo var nú gaman hjá okkur í gær.  Flugfrændi og fjölskylda komu í heimsókn til okkar.  Við áttum frábærar stundir, Flugfrænda-stubban fór á kostum, var nú pínu mikið feimin þegar þau komu, en það bráði nú af henni og lék hún við hvurn sinn fingur.  Við vorum svo heppin að þau gistu hérna hjá okkur og fóru ekki heim fyrr en eftir hádegi.  Ég amk er mjög ánægð með heimsóknina og vona að þau séu það líka....

Í kvöld ætlum við að slá um okkur og skutla okkur út að borða.  Við ætlum að skutlast á Applebee's sem er nú bara næstum hérna í bakgarðinum hjá okkur.  Fórum í smá sjopping túr í dag og gerðum ljómandi góð kaup, fórum í PetSmart og þar keyptum við nú eitt og annað handa Amiru okkar.  Og fékk ekki frúin eina svona líka fína golfkylfu, nú er bara að standa sig...

Eins og þið sjáið þá njótum við okkar ljómandi vel hérna eins og vanalega, en nú er aldeilis farið að styttast í fríinu,  við verðum komin heim á klakann áður en við vitum af.  Það eru blendnar tilfinningar,  hérna erum við auðvitað í fríi, í frábæru veðri og gætum ekki haft það betra í fríi, en svo er fjölskyldan á Íslandinu og vitið það er held ég bara líka hjartað. Nú er ég að verða væmin, svo ég er hætt....

Verið góð hvort við annað

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GLEÐILEGT NYAR -

Sama hér almenn ánægja með skaupið / sammála, alveg frábært skaup.  Sama hér mikið jétið, ekki viss um að það hafi verið á sama verði og í FL ?-  Kannske aðeins dýrara ?-  Hér dúndur Nýársgleði systkynanna - Vel mætt miðað við  mannskap heimavið . Kveðjur til ykkar allra  KL

Klux (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 17:18

2 identicon

Eins gott þú farir að koma þér heim.  Mér líst ekki á þessa væmni.  Heim með þig og skildu væmnina eftir .  Hlakka til að sjá ykkur öll.

Milla systir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Elsku stelpan mín Ekki láta óreiðu ná tökum á þér. Mundu að þú er sá sem stjórnar

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband