Soria í dag.

Þegar við gömlu töluðum um að brjótast út úr þægindarammanum þóttumst við mjög brött að fara í mikla reisu um norður Spán. 

Við létum vaða og hér erum við að nálgast endamarkið.  Við erum búin að vera í tvær nætur í Barcelona, sem hefði alveg mátt vera bara ein.  Við erum búin að vera í Andorra í þrjár nætur sem var æðislegt.  Svo var skrensað til Calahorra sem er í Rioja og þar fengum víð sko fín vín.  Svo var brunað til Bilbao.  Guggenheim safnið æðislegt.  Fengum þar miklu betri bíl heldur en saumavélina sem við skottuðumst í yfir fjöll og firnindi.  Í gær vá áð í Logroňo og nú erum við í Soria.  Löngu búin að breyta túrnum í golfferð enda er það sem okkur þykir skemmtilegt 


Guggenheim

Við erum aldeilis búin að vera listaspýrur í dag.  Við gengum sem leið lá að hinu margfræga Guggenheim safni hér í Bilbao,en safnið er ein ástæðan að við erum hér.  Það er kannski ekki sem mest safnið heldur húsið sem hýsir safnið.  Mig hefur lengi langað að sjá það með eigin augum.  Það olli sko ekki vonbrigðum það er svo geggjað að hið hálfa væri miklu meira en nóg.  Við skelltum okkur inn.  Hvað skal segja mér fannst stál verkin á fyrstu hæðinni frábær.  Á annarri hæðinni voru verk sem fengu mig til að efast um listhneigð mína  því ef þetta var stórkostleg list. ..... Mér fannst í besta falli fyndið að einhverju hefði tekist að pranga þessu inn í fínt listasafn. 

Við þrömmuðum um allt safnið, trítluðum svo í átt að hótelinu því þetta var verkefni dagsins.  Á leiðinni stoppuðum við á litlum stað og fengum okkur tapas og bjór.  Nú er siesta og svo huggulegur kvöldmatur.  

Bilbao er flott borg. 


Allt svo splunkunýtt

Komin til Spánar.  Við flugum í vellystingum til Barcelona og flónið ég gleymdi spjaldinu mínu um borð í Icelandair, en það komst heilu og höldnu aftur til Keflavíkur.  Svo nú er það síminn.  

Nema hvað við vorum 2 nætur í Barcelona.  Við skoðuðum kirkjuna frægu eftir Gádí. Hún er tryllingsleg að utan en yndisleg að innan. Þrömmuðum um stræti og torg og ég spugleraði hvað er æðislegt við borgina? Jú jú fallegar byggingar en að öðru leiti eins og hver önnur stórborg.  

Stúlkan á bílaleigunni var frekar fúl eiginlega grautfúl.  Við gátum slitið frá henni Citroën saumavél og héldum til Andorra. 

Andorra er æðisleg.  Stórfenglegt landslag falleg borg og fólkið vingjarnlegt.  Við spiluðum 2 golfhringi í Andorra.  Fyrri völlurinn var flottur eiginlega bara frábær.  Sá seinni var engu líkur.  Við þurftum að dröslast með golfsettin í kláf upp í 2250 metra hæð. Völlurinn 9 holur og mjög skrítinn.  Skrítnast var þó að finna að loftið var þynnra. 

Kvöddum Andorra með von um að koma þangað aftur. 

Næsta stopp var Calahorra í Rioja, jey við kát.  Hótelið fínt.  Við fundum víngarð þar sem sonurinn leiddi okkur um víngerðina.  Enduðum á að kaupa haug af víni af honum svo nú verðum við að vera dugleg að sulla í víni. 

Komum svo á saumavélinni í dag til Bilbao. Hótelið fínt.  Konan á bílaleigunni, þar sem við skiluðum bílnum var meira að segja hin besta.  Erum nú í siestu, búin að fá huggulegan löns og smátt vín. Ætla að loka aðeins augunum.  Meira seinna. 

P.s. í sjónvarpinu er Men In Black á spænsku 😉


Brjótast út?

  Veit ekki.  Það er svo þægilegt að fara heim í Bonville.  Neibb nú er ég á leiðinni til Barcelona......... og í næstum ródtrip um norður Spán. Guð hjálpi okkur...... eða þannig.  En það er flugvélin sem ber heitið Eldfell sem ber okkur suður yfir hafið í dag.  Stutt eftir... 

En við erum svo sannarlega að brjótast út úr þægindarammanum,  vonandi verður það þess virði. 


Allt vaðandi í slúðri.

Það er svo mikið að gera hjá stjörnunum að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Ætla ekki að eyða fleiri orðum í annað en girnilegan fróðleik lóðbeint frá Hollywood. 

Þið vitið nú öll hvað hún Bey er obboðslega hugguleg og hann Jey Z hennar er nú ekki svo sérstaklega huggulegur,  nema hvað,  et ekki að koma í ljós að hann hefur verið í mesta basli með að halda sér í buxunum, ha jú hann hefur ríghaldið framhjá henni Bey. Og Brad er litlu betri. Á meðan Angie er bókstaflega áð horfalla þá er hann svona líka huggulegur með einhverriffranskri druslu, svei attann.

Hef ekki heyrt meira frá Ben og Jen ekki staðfest að hún sé bomm. 

Enn og aftur er Camilla i höllinni að agnúast út í hana Kötu, hún er svona svakalega abbó að hún lítur varla glaðan dag.

Já og ekki má gleumanÍslandsvininum JT. Hann ætlaði eitthvað að fara að vinna með unglingsástinni sinni henni Britney, og Jessica varð kolóð og bókstaflega bannaði honim.

Nýjustu fréttir segja að Katie Holmes sé að flytjainn með Jamie Foxx og haldið ykkur nú.  Hún er bomm.

Það er svo margt fleira, en læt þetta duga í bili. Sé ekki baun á spjaldið mitt, sólin skín svo björt en biðst bara afsökunar á ritvillum.

Það var túnfiskur í gærkvöldi og það verður steik í kvöld.  Legg ekki meira á ykkur.


Hvað gerir frú í rigningu?

Það er ekki mikið vandamál,  hún dregur fram regnhlífina og skverar sér í búðir.  

Dagurinn byrjaði á heljarinnar þrumuveðri með tilheyrandi úrhelli. Það truflaði okkur gömlu ekki eina baun,  enda vorum við rétt að losa svefn, en ég svoleiðis glaðvaknaði,  þegar hrlharmikil þruma skók húsið,  eldingin var stór og mikil og eins og skot kom þruman.  Ég hefði ekki verið neitt hissa þótt þakið hefði sprungið af húsinu og við bara horft upp í skýin.  En sem betur fer hékk þakið á sínum stað. 

Það er auðvitað ekki smuga að fara í golf í svona veðri svo það var tilvalið að skrensast í búð og gá hvort þar væri ekki eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að mig vantaði og viti menn það reyndist aldeilis heilagur sannleikur.  Okkur vantaði heilan helling og við spöruðum svo mikið að það var ekki hægt að sleppa því að fara í fleiri búðir og spara ennþá mrira. Skutlaði gamla heim og dreif mig í mikinn sparnaðar túr.  Það var ýmislegt sótt sem ég gerði mér bara ekki grein fyrir hvað var bráðnauðsynlegt. 

Ætli sólin skíni ekki á morgun og þá er það golf. 

Það eru svo kræklingar í matinn í kvöld. Ekki leiðinlegt það.


Allt við suðu.

Nei nei okkur gömlu kemur ágætlega saman í fríinu. En það er heitt.  Núna eru svo mikið sem 34gráður fyrir utan hjá okkur.  Gamli er aðeins að æfa sig fyrir kórinn og ég að blogga,  svo ætlum við ut.  Við ætlum að sigla um sundlaugina á yndisgóðum vindsængum og vonandi fá okkur smá kríu eftir erfiðið á golfvellinum í morgun. Við ætlum að taka okkur golffrí á morgun og hugsanlega leggja land undir fót og fara í smá bíltúr,  samt ekki of langt við erum nebblilegaí fríi og þá er dagsskipunin að slaka á. 

Ég keypti nýtt blað í gær og á forsíðunni er mynd af Juliu Roberts 48 gamalli og þar stendur að hún og Danny eigi von á barni! !!!! 48 og ólétt er konan algjörlega kolkreisí? En hjónabandið var víst í vandræðum og hvað er þá betra en að bæta einum krakkanum við? Það er örugglega meira bitastætt í blaðinu sem ég segi frá seinni,  en laugin kallar og ég hlýði. 

Bæ ðe vei það var sushi í gær og í kvöld er ég að hugsa um að gamli eldi lax fyrir mig.  Ég líð amk ekki skort. 

Hvernig væri svo að kommenta ?  Mér þykir það svo gaman. 


Búin í krúsinu

Þetta krús var æðislegt.  Þetta er svo skemmtilegur ferðamáti.  Við sigldum frá Miami í eftirmiðdaginn,  fengum ljúfan kvöldverð í skemmtilegum félagsskap, í það skiptið fékk ég mér snigla og kjúlla. Eftir kvöldmat stendur svo margt til boða,  kannski fara í leikhús,  kannskidansa ppínu,  kannski fara pínu í casino, kannski fá sér aðeins í tána eða kannski farabara í koju.  Það er nýr staður á hverjum degi að skoða.  Amk þykir mér þetta æðislegt.  Síðasta kvöldið fórum við á"Chefs table" þar sem yfirkokkurinn ber fram þvílíkar kræsingar.  Það eru aðeins 12 gestir. Fyrst fær maður kampavín, síðan fær mál að sjá eldhúsið,þar sem eru eldaður 14.000 máltíðir á dag, sem 94 sjá um eldamennskuna.  Þar fengum við nokkra dásamlega smárétti svona aðeins til að hita upp. Svo byrjar ballið. Réttirnir komu hver á fætur öðrum allir svo góðir að helst langaði mig að sleikja diskinn.  Eftir allt átið var ekkert annað eftir en að skrölta í koju og ég get svarið það, að við borðuðum ekkert þá meina ég ekkert næsta sólarhringinn. 

Eftir langa ökuferð frá Miami komum við heim í Bonville. Er rétt að byrja að skanna stjörnulífið.  Sýnist það vera fjörugt að vanda. Kata í höllinni bomm af tvibbum. Miley obboð mikil subba og Dean og Tori langar ekkert meira en að skilja,  en hafa ekki efni á því?  Legg ekki meira á ykkur í bili. 

Ætla að sskutla mér í laugina,  svona rétt fyrir matinn. Jú það er steik í kvöld mín kæru. 


Flugvélablogg í stjörnufans

Það var flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Hengillinn sem skutlaði okkur yfir hafið í þetta skiptið.  Flugum aðeins til New York í þetta skiptið, en enduðum örþreytt greyin á hóteli i Miami langt eftir miðnætti.  En ferðalagið lófar goðu. Ég er viss um að fréttum af stjörnunum á eftir að rigna hingað á bloggið mitt. Það byrjar amk vel. Þar sem við gömlu sátum í mestu makindum i lánsinum, situr ekki bara Denis Quaid sjálfur, bara svoleiðis rétt hjá okkur. OMG eég segi bara ekki meira. 

Jæja svo er að skoða Miami pínu í dag og svo siglum við af stað á morgun. Bara ljúft,

Kannski hitti ég stjörnu í dag,  það væri nú gaman.

Kommenta svo


Dóninn ég.

Jú ef þið vissuð ekki þá er ég svo mikill dóni að feisbúkk sá sig knúið til að loka á sorann sem frá mér kemur. Og ég missti af öllum dónaskapnum.  En feisbúkk fyrirgaf mér subbuskapinn, þegar ég sór og sárt við lagði að ég væri ég en ekki einhver deli sem var að reyna að troðast inná feisbúkkið mitt staðsettur í Indónesíu.  Ég er ekki þar, þótt það væri gaman að koma þangað,  en ekki bara til að deila dónaskap.  Ég þurfti að hafa dálítið fyrir því að sannfæra hr feisbúkk að ég væri bara pínu dóni og hleypa mér aftur inn.

Núna er síðasti heili dagurinn okkar hér í Floridanu í þetta skiptið.  Eins og venjulega erum við búin að golfa frá okkur allt vit og næstum eins og venjulega vann ég ekki keppnina.  Neibb gamli kláraði þann pakka í morgun.  En minn tími MUN koma og þá skal hann vara sig.

Síðustu dagar hafa farið í að ditta að húsinu okkar yndislega.  Gamli er meira í þeirri deildinni, ég er þó búin að taka til í skápunum okkar og vera andlegur stuðningur,  ég færði honum að meira að segja bjór einu sinni.

Eins og venjulega sér gamli um eldamennskuna en mitt hlutskipti er líka töluvert.  Ég þurrka af borðinu,  legg á borðið,  vel tónlistina og núna síðast hef ég tekið að mér innkaupin.

Er strax farin að hlakka til að koma aftur í vor. 

P.s. sagan segir að hann Harry í höllinni sé búinn að gera einhverja bomm. Beta gamla alveg tjúll, enda pilturinn ólofaður og stelpan örugglega einhver druslan bara að reyna að komast í elítuna í höllinni. 

Óver and át


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband