30.10.2015 | 21:04
Anginn hún Mila
Það eru sko vandamál í paradís. Þau yndishjón Mila og Ashton eiga í stökustu vandræðum. Hún er skíthrædd um að hann sé að digga við aðrar stelpur og hann alveg kolkreisí yfir því að hún fer vel og vandlega yfir símann hans. Hún vissi auðvitað allt um þegar hann var að halda framhjá Demi og hún vill ekki lenda í því sama.
Kata í höllinni er víst bomm af krakka númer 3. Angelina er eitthvað súr út í hann Brad, hvernig sem það er nú hægt. Hún hefði kannski bara ekki átt að stinga undan henni Jennifer? Þá væri hún amk ekki fúl út í Brad. Hún er svoleiðis lafandi skíthrædd um að hann fari að gera sér dælt við stelpurnar á settinu.
En við höfum það eins og feit og pattaraleg svín í góðu sagi. Sól og blíða og smá hvítt eða bleikt í bland. Í kvöld koma Digraneshjónin, Háhæðarhjónin fara á morgun og á sunnudaginn förum við gömlu til New Orleans. Það verður nú gaman, tónlist og tónlist allan sólarhringinn.
Over and át, þarf að snúa mér á vömbina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2015 | 11:44
Fyrsta haustbloggið.
Það var flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Eyjafjallajökull sem skutlaði okkur yfir hafið. Þetta var algjört skutl því við vorum aðeins 7 tíma að skottast þetta. Vorum komin heim í húsá mettíma. Þar biðu Háhæðarhjónin eftir okkur með veitingar sem hefðu dugað heilli hersveit.
Búin að fara í golf. Langar varla að minnast á þau ósköp. Er sumsagt búin að tapa báðum hringjunum, gamli alveg að fara á kostum en anginn ég í tómu tjóni. En þetta verður betra í dag.
Eins og áður ætlar þetta ekki að verða neitt letifrí. Nú skal tekið á því. Við skottuðumst út í búð og keyptum okkur hjól og nú skal hjólað og hjólað og hjólað.........
Frúin nýbúin að kaupa hjól á landinu bláa, þar sem ég reiddi fram 89 þúsund íslenskar krónur á útsölu. Hér reiddi ég fram ca 12 þúsund íslenskar krónur. Finnst þetta dálítið mikill munur.
Á alveg eftir að öpdeita stjörnulífið, en sýnist við fyrstu sýn, vera nóg af fréttum.
Ætla að skutlast í kaffisopa því termítagæinn er að koma á eftir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)