6.11.2013 | 19:05
Úti við laug.
Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt hjá okkur núna.
Við sitjum úti við laug og úti er 28 kall takk kærlega fyrir.
Gamli vann mig í golfinu í morgun eftir hetjulega baráttu. Keppnin mikla gæti ekki verið meira spennandi. Það er hnífjafnt. Mir sýnist stefna í æsispennandi hringi svona í restina.
Við heimsóttum vin okkar Kohl's í gær. Jibbí hvað var gaman að koma þangað. Ýmislegt bráðnauðsinlegt var sótt. Eftir situr Kohl's með stórIaskaða verslun. Mér er nokk nákvæmlega sama um það. Ég er amk ofurkát með afrakstur túrsins. Drengurinn á kassanum haldi aldrei á sinni stuttu ævi séð þvílíkt dugnaðarfólk í verslun. Hann skellihló, gott að geta glatt hann svona.
Kerran okkar var drekkhlaðin af þvílíkum dásemdum að hið hálfa hefði verið miklu meira en nóg.
Það urðu merk tímamót í heimilisrekstrinum hjá okkur í gærkvöld i. Frúin sá um matseldina. Ekki nóg með að eldamennskan hvíldi á mínum herðum heldur einnig innkaupin. Ég bara man ekki hvenær þetta gerðist síðast. Það er sko orðið verulega langt síðan. Ég kann ágætlega við fyrra fyrirkomulagið að ég leggi á borð og kveiki á kertinu.
Well kids ætla að skutla mér smá í laugina og svo er það vinafólk mitt WalMart fjölskyldan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2013 | 19:16
Sólarlaus dagur.
Jú það gerist líka hérna i Floridanu. það væri samt frekja að kvarta þvi úti eru 25 gráður. Ekkert til að væla yfir en sólin er bak við ský og við gömlu innandyra.
Í gær var aðeins kíkt í búð, það er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt. Frúin kom heim með nokkra bráðnauðsynlega kjóla. Ekki vanþörf á þar sem þeir í skápnum eru næstum komnir á eftirlaunaaldur . Gott retail therapy er engu líkt. Og svo þegar allt stöffið smellpassar þá er frúin kát.
Gamli vann mig í golfinu í morgun. Hann samt bara rétt marði sigurinn. Það voru púttin á 18 sem mér tókst að klúðra. En það verður nýr hringur á morgun. Og þá má gamli aldeilis vara sig.
En þar sem sólin er í fríi þá ætla eg að fá mér smá lúr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2013 | 18:45
Mundum eftir klukkunum.
Mér þykir þetta dálitið skrítið að þurfa að stilla klukkur uppá nýtt tvisvar á ári. Enda er ég ekki vön þessum æfingum. Ég er ekki viss um að við nennum að stilla allar klukkurnar í húsinu. Þær eru fjöl margar. Í fljótu bragði man ég eftir 6 stykkjum á efri hæðinni. Svo eru öll tækin sem öll eru með klukku. Það tæki örugglega lungann úr deginum að fara yfir þær allar. Hraðinn á okkur er ekki til að hrópa húrra fyrir, svo þessi klukkustilling gæti tekið lungann úr heilum degi.
Í gær var rigning og ekkert skemmtilegt veður hérna í sveitinni. Ekki skrýtið að við gömlu vöknuðum í morgun með hor í nös og hraglanda í hálsi. Í dag er sólin aftur farin að skína eins og vera ber. En við notuðum daginn vel og sóttum nýju sessurnar í úti húsgögnin. Í morgun bættum við aðeins við og keyptum ýmislegt til heimilisins hérna megin hafsins.
Svo fer nú að styttast í að fjölgi í kotinu. Háhæðarhjónin ætla að heiðra okkur með nærveru sinni svona síðustu dagana okkar.
Restin af deginum verður auðveld. Það er smá göngutúr og svo er það slúðurvinnan. Get varla beðið eftir að lesa um hvað hexið hún Camilla er að spæla aumingja Betu. Og sagan segir að hún hafi eyðilagt skírnardaginn hans Georgs. Hún er nú meira hrossið. Mér þykir eiginlega alveg nóg um að hún líti út eins og hestur. Hún þarf ekki að haga sér eins og hross.
Óver and át frá landinu mikla í Westri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2013 | 22:16
Ég náði fugli!
Það er alveg hreina satt. Ræfilstuskan var í mestu makindum svamlandi í sefi við bakkann á örlitlu vatni sem var á milli mín og golfkúlunnar minnar og holunnar. Ekki veit ég hvað fíflið var að þvælast þarna. En ég veit að hann var ekki kátur þegar kúlan skall í honum. Ég meina það. Fugl á golfvelli við hverju býst hann eiginlega? En hann flaug drullufúll í burtu svo ekki var mikið sært nema fuglastoltið hans.
Gamli hafði ekki mikið fyrir því að vinna mig í dag. Eigum við ekki bara að segja að ég hafi verið í andlegu áfalli eftir áreksturinn við fuglfjandann.
Í kvöld þurfum við svo að muna eftir að stilla allar klukkur í húsinu eða svona sirka bát. Þeir nefnilega færa klukkuna aftur um einn tima kl 2 í nótt. Ekki nenni ég að vera vakandi þá, svo við svindlum þara pínu og færum klukkur fyrir svefninn.
Sagði ykkur frá fréttum af skilnöðum. hennar Barböru og Josh og svo Kelly og John. Hún Barbara er víst algjör frekjudolla og er Josh alveg að gefast upp á henni. Kelly flutti frá John og börnunum í vor til að fara að leika í einhverjum þáttum , sem eru svo víst ekkert að gera sig. Og John bara heima með börnin. Leyfi ykkur að fylgjast með. Í blaðinu í dag sá ég svo að hún Camilla er alveg trompuð í höllinni og aumingja Beta sem er nú orðin öldruð og hjartveik skv blaðinu. Og varla lýgur blaðið.
Eftir rigningu í morgun er svo von á bongo blíðu á morgun. Ég út á bekk takk fyrir kærlega, enda nýjar sessur á öllum bekkjum og stólum.
Og ég ætla að vinna á morgun.
Halelúja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2013 | 20:01
Ljúft í sveitinni.
það er svo ljúft og afslappað lífið hjá okkur í Floridasveitinni að ég nenni engu , hef ekkert nennt að blogga hvað þá meira. Ætla að bæta úr þessari bloggleti snarlega.
Oft hefur verið ljúft hjá okkur en ég held svei mér þá aldrei eins og núna. Veit ekki hvað það er en við bara rétt nennum að draga andann. Hvernig ætti líka annað að vera. Úti er 30 stiga hiti sól og blíða. Reyndar var hávaða rok í golfinu. það háði Okkur þó ekki baun við spiluðum bæði fineríis golf. Keppnin mikla er æsispennandi og getur farið í báðar áttir... ennþá. Ég er skíthrædd um að gamli finni enn betur sveifluna sína og þá ég ekki í góðum málum. Nei O nei.
Annars gengur lífið hér í Bonville svona eins og venjulega. Við gerum okkar besta að fylgjast með hvað stjörnurnar eru að bralla. Núna á eftir er ég akkurat að fara lesa um tvo æsispennandi skilnaði. Jamm Barbara gamla Streisant ku vera að skilja við sinn ektamann og auðvitað er fín forsíðugrein um það. Svo það mest spennandi John Travolta og Kelly. Allt í háalofti þar. Get varla beðið eftir að komast í slúðrið.
Svona rétt til að leyfa ykkur að fylgjast með, þá fékk ég túnfisk og rækjur í gærkvöldi og fæ lax í kvöld. Skolað niður með yndislegu hvítvíni. Nei nei Andrés það er ekki kaupfélags beljan með matnum en kannski pínu á eftir Hvur veit.
Þarf að snúa mér við á bekknum. Ekki vill frúin brenna.
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)