13.11.2015 | 18:52
Dóninn ég.
Jú ef þið vissuð ekki þá er ég svo mikill dóni að feisbúkk sá sig knúið til að loka á sorann sem frá mér kemur. Og ég missti af öllum dónaskapnum. En feisbúkk fyrirgaf mér subbuskapinn, þegar ég sór og sárt við lagði að ég væri ég en ekki einhver deli sem var að reyna að troðast inná feisbúkkið mitt staðsettur í Indónesíu. Ég er ekki þar, þótt það væri gaman að koma þangað, en ekki bara til að deila dónaskap. Ég þurfti að hafa dálítið fyrir því að sannfæra hr feisbúkk að ég væri bara pínu dóni og hleypa mér aftur inn.
Núna er síðasti heili dagurinn okkar hér í Floridanu í þetta skiptið. Eins og venjulega erum við búin að golfa frá okkur allt vit og næstum eins og venjulega vann ég ekki keppnina. Neibb gamli kláraði þann pakka í morgun. En minn tími MUN koma og þá skal hann vara sig.
Síðustu dagar hafa farið í að ditta að húsinu okkar yndislega. Gamli er meira í þeirri deildinni, ég er þó búin að taka til í skápunum okkar og vera andlegur stuðningur, ég færði honum að meira að segja bjór einu sinni.
Eins og venjulega sér gamli um eldamennskuna en mitt hlutskipti er líka töluvert. Ég þurrka af borðinu, legg á borðið, vel tónlistina og núna síðast hef ég tekið að mér innkaupin.
Er strax farin að hlakka til að koma aftur í vor.
P.s. sagan segir að hann Harry í höllinni sé búinn að gera einhverja bomm. Beta gamla alveg tjúll, enda pilturinn ólofaður og stelpan örugglega einhver druslan bara að reyna að komast í elítuna í höllinni.
Óver and át
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2015 | 22:54
Það er heitt!!
Ég veit að það er næstum frekja að kvarta yfir hita á þessum árstíma, en það er svo heitt í Floridanu núna að við drögnumst heim úr golfinu eins og sveitt svín. Reyndar drögnumst við fyrst á Applebee's til að seðja sárasta hungrið og þorstann. Hitinn er mikill td 33 kall í dag og ekki gráðu minna. En veðrið er eins og í gamla daga, grenjandi rigning annaðhvort seinni partinn eða á kvöldin með tilheyrandi eldinga fjöri. Þær voru svo hressar í gærkvöldi mæ god.
Við erum í góðum gír, golfum og golfum, með töluvert misjöfnum árangri, en við skemmtum okkur ennþá. Í dag var dagurinn sem við bæði vorum hreint eins og flón á golfvellinum, en við vorum amk hugguleg til fara svo við vorum ekki alveg til skammar.
Við höldum uppteknum hætti, borðum yndislega góðan mat og skolum honum niður með yndislegum vínum og svei mér ef við fáum okkur ekki kannski smá hvítt í eftirrétt.
Var að kaupa mér nýtt upplýsingarit og á forsíðunni kemur fram að hún Halle Berry sé að skilja einu sinni enn, hún er víst eiginkona frá helvíti. Sá líka að krúttið hann John Travolta reyndi víst að stúta sér. Margar fleiri krassandi sögur bíða lesturs.
Nú er komið svarta myrkur svo það er ekkert annað eftir en að hella sér í lestur.
Tjá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2015 | 21:09
Florida hér
Það er bara hvursdagslegt að við höfum það eins og svín í sagi. Hér flatmagar frúin eins og enginn sé morgundagurinn, hálfútafliggjandi í yndis veðri glampandi sól og pínu golu svo maður soðni ekki alveg. Purrrrrfekkt algjörlega, gamli á kantinum ásamt slettu af hvítu.
Það er svo mikið að gera í stjörnuheimum að ég næ næstum ekki að fylgjast með. En hér kemur brot af því besta og haldið ykkur nú.
Ben og Jennifer eru tekin saman aftur. Eftir að hafa verið að deita einhverja dela sá hún að hann Ben er sá besti og hann ætlar að hætta / minnka að gambla og auðvitað er hann hættur að lúlla hjá barnfóstrunni.
Hún Leah er búin að skrifa svo krassandi bók um vísindakirkjuna að þar er allt skjálfandi, hún er náttla búin að vera þar í innsta hring síðan fyrir milljón árum.
Eigum við að tala um angan hana Kim. Hana langar svo að Nori og Georg í höllinni verði bestu vinir, en Kata í höllinni er akkúrat ekki á því, neibb ekkert svoleiðis bull, Georg verður kóngur en angans Nori verður aldrei drottning.
Vá himnarnir opnuðust og við gömlu rétt gátum forðað hvítu slettunni frá drukknun ásamt handklæðum og þið sem hafið heimsótt Florida þá vitið þið að það rignir hressilega þegar rignir en við örugg í skjóli fáklædd i ca 30 gráðum og ekkert sérstaklega á leiðinni inn.
Kommennta svo .
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2015 | 20:50
New Orleans....... je baby
Skelltum okkur til New Orleans, bara pínu til að túristast og hlusta á yndislega tónlist. Við flugum með Southwest bara einn og hálfan tíma, frekar stutt og gott. En aðflugið góðir hálsar, það var dálítið hressilegt, ekkert ólíkt þegar við systur flugum til Kóngsins Köben forðum og ræddum flugslys á meðan á öllum látunum stóð. En í New Orleans var RIGNING það rigndi svo hressilega að ég hefði ekki verið hissa að fá vænan golþorsk í hausinn.
Hótelið okkar var flott, stimamjúkir starfsmenn á hverju strái sem kölluðu mig meira að segja"miss Richter", ekki lélegt það.
Loksins stytti upp og við héldum út á lífið. Fyrra kvöldið held ég að við höfum séð ca milljón æðislega tónlistarmenn, algjört æði. Reyndum að láta okkur þykja maturinn góður, en það gekk ekkert sérstaklega vel en piff tónlistin var svo flott.
Við gengum og gengum og gengum svo aðeins meira. New Orleans er æðisleg borg sem er vel þess virði að heimsækja.
En við erum komin heim aftur í hita og yndislegheit. Restina af ferðinni á bara að slaka á, golfa pínu, borða pínu og kannski fá sér aðeins hvítt inni á milli. Ekki lélegt hjá okkur.
Ég heyri að laugin og sólin eru að kalla á mig og ég hlýði auðvitað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)