28.3.2017 | 17:44
Ég er á leiðinni.....
Júbb það er búið fríið og við fljúgum heim með einhverri flugvél sem ber eitthvað eldstöðvarheiti. Veit ekki en Eyjafjallajökull freistar mín ekki, var svo fúl síðast, þegar skjárinn minn var bilaður og ég bara horfði á svartan skjáinn, ekki gaman í 7 tíma ekki mikil skemmtun.
En fríið búið að vera frábært eins og alltaf, gamli reyndar rúllaði mér upp í golfinu en hú kers?
Við erum búin að slaka á, hjálpa efnahag Bandaríkjanna dálítið, samt bara pínulítið. Farangurinn tekur nánast ekkert pláss, er pínu að spá hvort við ættum að skottast upp í Lowes og kippa með okkur þessu drellfína grilli sem við sáum um daginn á verði sem er svo gott að það er næstum dónalegt. En ætli ég standist ekki freistinguna okkur vantar eiginlega ekki grill, en fólk það kostaði nánast ekki baun!
Það var reyndar skítakuldi í 2 daga, mér finnst eiginlega að hafi verið freklega svindlað á mér.
Bonville fékk ný húsgögn í sjónvarpsherbergið og fólk þau kostuðu ekki mikið ó nei. Og þau komu í fylgd tveggja manna, sem komu öllu fyrir og hurfu á braut með allar umbúðir kviss bang og búið. Þeir áttu að koma milli 7 og 11 um morgun en komu 6.40. Dálítið snemmt hanarnir voru ekki farnir að opna einu sinni annað augað.
Er að spuglera hvort við ættum ekki að fá okkur pínu í gogginn áður en við leggjum í hann.
Frá sólinni í Flórída. Óver and át.
P.s. Eva er víst fúl út í Ryan og sagan segir að það séu mikil vandræði á því heimilinu. Og haldið ykkur, bæði Gwen og Jennifer eru óléttar af stelpum. Legg ekki meira á ykkur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2017 | 20:49
Loksins stjörnublogg
Það er svo mikið að frétta af stjörnunum að ég þarf svo sannarlega að velja úr fréttunum.
En fyrst af öllum þá eru loksins fréttir af Barböru og Josh. Þau eru ennþá saman og voru gripin á fínum veitingastað að hnakkrífast svo ekki virðist hjónabandið vera í stanslausri lukku.
Kata í höllinni er víst bomm í þriðja skiptið og í þetta skiptið þjáist hún ekki af morgunógleði eins og í hin skiptin og Vilhjálmur er alveg að klikkast úr lukku, gaman í höllinni. Enn og aftur eru Kim og Kanye að skilja ekki í fyrsta skiptið, sjáum til hvað gerist. Ekki má gleyma Ben og Jennifer. Hann er búinn í meðferð og Jen er alvarlega að hugsa um að taka hann aftur, hún náttla elskar dúddann. Og vá skv öruggum heimildum þá sofa forsetahjónin hér í fyrirheitna landinu ekki í sama herbergi, ætli séu vandræði þar? Ekki má gleyma Tori og Dean. Hann er á leiðinni í grjótið því hann borgar ekki meðlagið og mamman hennar Tori vill hann úr fjölskyldunni......
Og haldið ykkur, Brad og Jen eru að stinga saman nefjum.
Legg ekki meira á ykkur í bili.
Bæ ðe vei ástralska lambið var vont!!!
Í kvölder það aftur dásamleg pizzan.
Ætla að skutlast í brennheitu sólina í smá stund.
Hasta la vista.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2017 | 19:29
Margskonar golffélagar.
Maður hittir svo margt fólk þegar maður spilar golf. Í þessari ferð erum við búin að spila með alls konar fólki. Það voru fúlu Bretarnir, sem höfðu allt á hornum sér, ekkert var í lagi og allt leiðinlegt. Ég man eftir hinum bretunum, ungum hjónum, bæði lögfræðingar, skemmtilegt par. Það voru líka Jenný og Joe, frá Kanada, hún skemmtileg skella, hann rólegri. Svo voru flugumferðarstjórarnir sem fóru á eftirlaun rétt um fimmtugt Debbie og Andy, þau hlökkuðu mikið til að eignast fyrsta barnabarnið. Judy og Steve eru eftirminnileg því Judy e M S sjúklingur. En þrátt fyrir augsýnilega erfiðleika var hún ákveðin í að njóta lífsins. Áðan spiluðum við svo við feðgin, Carl og Neely. Þau eiga golfvöll í Kanada. Stelpuskottið hefur spilað golf síðan hún var tveggja ára. Kannski ekki skrítið að hún var miklu betri en ég.
Það hafa verið fleiri sem við höfum spilað með. Þetta er svo skemmtilegt við gólfið, alltaf er maður að hitta nýtt fólk.
Annars gengur lífið hér í sveitinni sinn vanagang, við reynum að slaka á og hlaða batteríin, þangað til næst.
Ég er vel haldin í mat og hef ekki lagt til eina máltíð.
Í kvöld er það lambakjet frá Ástralíu sem verður borið fram, með eðal rauðvíni frá Californiu, gerist varla betra.
Afsakið ritvillur er að paufast í glampandi sól
Óver and át
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2017 | 12:58
Að loknu golfmóti
Það voru glaðir ferðalangar sem komu aftur heim eftir heilan dag með skærustu stjörnum golfsins í gær.
Bay Hill golfvöllurinn er einn af þeim bestu í heimi og eftir heimsóknina þangað í gær hefur löngunin í að spila þar golf ekki minnkað.
Við lögðum snemma af stað með fínu passana okkar sem leyfðu okkur að keyra alveg að klúbbhúsinu og leggja bílnum við 9 holuna. Við vorum líka með passa sem leyfðu okkur inn í klúbbhúsið. Við stöldruðum ekki lengi þar við heldur héldum út á golfvöll að skoða bestu golfara heimsins spila golf. Kannski þykir sumum það ekki merkileg tilhugsun en okkur gömlu þykir þetta æðisleg skemmtun. Við fylgdum tveim hollum og vá hvað það var gaman. Við gengum allan völlinn og þvílíkt hvað hann er flottur.
Komum heim lúin uppúr 8. Þá tók gamli öll völd í eldhúsinu og framreiddi yndislegan fisk. Skriðum í bólið því nýju húsgögnin komu eldsnemma í morgun.
Í dag er það golf og sólarlags. Legg ekki meira á ykkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2017 | 15:03
Skítakuldi í hitabeltinu
Ég er nú frekar til í að þurfa að kæla mig hérna í Floridanu. En það er ekki þörf á kælingu núna því hitinn úti eru bara litlar 8 gráður, jamm ég er ekki að grínast og 8 gráður hér eru KALDAR. Við víkingarnir drifum okkur samt í golf eldsnemma. Dressuð í síðbuxur og síðerma börðumst við, við kuldann og golfvöllinn. Gamli spilaði flott golf og hafði lítið fyrir því að vinna mig.
Á morgun dregur svo til tíðinda, við erum að fara að horfa á golfmót, við erum að fara að horfa á Arnold Palmer invitational. Fyrsta mótið eftir að Arnold Palmer dó. Þarna verða allar skærustu Golf stjörnurnar. Við vorum svo ljónheppin að fá passa í klúbbhúsið.
Lífið í sveitinni er ljúft eins og vanalega. Við erum búin að kaupa ný húsgögn, búið að mála og ditta að ýmsu, svo núna getum við notið þess að vera hér, vona bara að fari að hlýna.
Aðeins farin að kíkja á stjörnulífið og það er eins og venjulega krassandi, bara ein frétt núna. Haldið ekki bara að John Travolta sé að verða kona, legg ekki meira á ykkur.
Er að skottast í löns.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2017 | 11:40
Flugvélablogg
Það er flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Elborg sem skottast með okkur yfir hafið í dag. Flugtíminn er stuttur aðeins 7 klst og 10 sem er í fínu lagi. Við erum soddan luxusrottur að við höfum heila sætaröð bara fyrir okkur, frekar næs.
Við erum að fara heim í Bonville Dr í enn eitt skiptið, en
. Eitt er öðruvísi. Húsið okkar er upptekið svo við gistum í nótt á hóteli. Það er alveg nýtt. En svo tekur alvaran við, auðvitað er golfkeppni, nema hvað, við ætlum að hitta vini okkar og best af öllu þá ætlum við að njóta þess að vera í fríi. Nenni ekki meira bloggi í bili. Það eru tæpir 7 tímar eftir. Bíó, ét, legg og svo bið eftir lendingu.
Óver and át
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)