Ja hérna.

Sko í gær, þá vann ég gamla og ég hefði getað jafnað keppnina miklu bara með því að vinna hann í dag.

En það varð sko ekki svoleiðis, því hann fékk nýjan liðsmann í sitt lið.  Hver?  Það var bara almættið sjálft.  Við vöknuðum ca 4:30 í nótt við mikla ljósadýrð.  Þá var ég nú bara nokkuð viss um að ég fengi tækifæri til klára dæmið.  Svo byrjaði að rigna  svo hélt áfram að rigna       og svo rigndi alveg heilan helling meir.    Og með almættið sér við hlið vann sá gamli keppnina.  Hann er nú reyndar alveg vel að sigrinum kominn en mikið djö......  var ég nálægt því.  

Túrinn búinn að vera yndislegur eins og venjulega.  Ródtrippið æðislegt, golfið æðislegt, félagsskapurinn æðislegur, búðirnar æðislegar, maturinn æðislegur og meira að segja kaupfélagsbeljuhvítvínið æðislegt.   

Svo er bara að gíra sig í heimferð.   Hér eru akkurat núna "bara" 21 gráða, en ég sé að það er um frostmark heima.  Og ég ekki einu sinni með lobbu með mér.  En alltaf líka gaman og gott að koma heim.  Svo er bara að byrja að hlakka til næst.

Óver and át frá Ammeríkunni.

p.s. Ég held að við fljúgum heim með flugvélinni "sem ber eldstöðvarheitið Askja".  Það verður gaman að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér. 


Nú er þetta alveg að verða búið

Og enn eina ferðina er ég ekki alveg tilbúin í að fara heim í kuldann.....

Við höfum haft það eins og svín í sagi. Eiginlega bara eins og alltaf slökunin algjör það eina sem við nennum að gera er að spila golf. Og það horfir í æsispennandi keppni , ég þarf reyndar að vinna báða hringina sem eru eftir og það bara til að jafna keppnina, en ég vann í morgun og ég ge ekki neina ástæðu til annars en ég rúlli þessu upp . En þá fær enginn verðlaun og það er obboð leiðinlegt. En það verður bara að hafa . Ekki ætla ég að leyfa gamla bara að vlnna án þess að hann þurfi að hafa fyrir því nei o nei. 

Á morgun þurfum við aðeins að kíkja smá í búð !!!!!!  það þarf aðeins að ná í nokkrar brúðnauðsynlegar rekstrarvörur. 

Gamli kominn til heilsu aftur sem betur fer. Ekki gaman að hafa hann lasinn ræfilinn.

Það verður væntanlega fiskur settur í andlitið á sér í kvöld.

'Over and át ♡ 


Síminn???

Veit ekki alveg hvort mig langar nokkuð að kveikja á símanum mínum þegar ég kem heim.  Hér er ég búin að vera í tæpar 3 vikur og með slökkt á símanum og enn snýst jörðin og ég er í frábærum gír takk fyrir.

Þegar við gömlu förum út fyrir hússins dyr, sem bæ ðe vei er í algjöru lágmarki, fyrir utan ferðir út að laug, sem er ca 4 skref, þá er fólk stanslaust í símanum, annaðhvort að mala eða senda skilaboð.  Hvað er þetta eiginlega.  Má aldrei neinn vera án þess að vera í beinu sambandi við alla?  Ég er amk svo ánægð að heyra engann síma hringja að ég ætla að endurhugsa símanotkun mína þegar ég kem heim.  Ég sé að það er alveg hægt að eiga frábæra tilveru án þess að vera í stanslausu sambandi við umheiminn.  Ef einhver þarf að ná  í mig þá eru amk milljón leiðir til þess.  Er ekki þessi stanslausa símanotkun komin út yfir allt velsæmi?  

Tja spyr sú sem ekki veit

 Farin út að laug

og börnin góð kjósið nú rétt  í gvöðanna bænum 


Aldrei leiðinleg stund hér

Við finnum alltaf eitthvað skemmtilegt að gera hér í Bonvillinu.  

Gærdagurinn byrjaði bara svona eins og venjulega með dýrindis morgunmat ala gamli, en bæ ðe vei ég hellti uppá kaffið.  Ekki hafði ég svo mikið fyrir þvi að vinna gamla á golfvellinum þar átti ég þann allra allra allra besta golfhring sem ég hef átt og hann spilaði eins og flón.  En svo þurftum við að finna eitthvað okkur til dundurs.  Æi nú er eins og ég sé að gera lítið úr aðstæðum.  En það var nefnilega þannig að gamli var eitthvað svo óttarlega slappur á golfvellinum, búinn að vera með einhverja drullu í hálsinum, sem við höfðum svo sem engar áhyggjur af.  En núna var hann bara veikur greyið.  Ekki er við hæfi að eyða sumarfríinu sínu veikur, svo við skveruðum okkur til læknis.  Þurftum ekkert að panta tíma eða neitt.  Ekki eins og á heilsugæslunni heima, þar sem maður verður að ákveða með margra vikna fyrirvara hvenær maður ætlar að veikjast.  Jæja við brunum til doksa, sem er bara hérna rétt hjá, rétt hjá WalMart, þið sem þekkið staðhætti hér í sveitinni.  Þar var okkur vel tekið, bara örstutt bið og minn kominn inn til doksa áður en varði. Þar var hann tekinn í 10000 km skoðun og út úr þeirri skoðun kom bráðaberkjubólga hvorki meira né minna.  Obbo sí, doksinn sprautaði minn mann eins og skot og sendi þessi líka fínu lyf í apótekið.  Við komum út bara nokk glöð að það fannst amk eitthvað að mínum manni.  Og þessi ferð kostaði bara $99.  Nokkuð vel sloppið finnst mér.

Í dag er svo frí í golfinu vegna veikinda, ég get ekki með góðri samvisku unnið hann aftur veikann.  Miklu skemmtilegra að rúlla honum upp alheilbrigðum.

Ætli ég fari ekki að fá morgunmat hérna?

Óver and át 


Þetta er svo erfitt líf

Það er sko ekki tekið út með sitjandi sælunni að vera í fríi hérna í Ammeríkunni.  Nei o nei.  

Eins og í gær.  Við fórum auðvitað í vinnuna í gærmorgun þar sem frúin ég tapaði big tæm.  

Svo fórum við í bíltúr.  Fundum æðislegan bæ, gamla bæinn í Clermont,  sá var nú sætur og krúttlegur.  Ekki var erfiðið búið því við þurftum að skottast í Lowes og svo í Best Buy.  Þegar við vorum búin þar vorum við líka alveg búin á því.  Við rétt dröttuðumst út að laug og þá þurfti auðvitað aðeins að öpdeita aktivitet hjá stjörnunum.  Maður má ekki slá slöku við þar, enda af nógu að taka.  Það er víst allt í háalofti heima hjá yndinu honum John Travolta,  Kelly er viss um að hann er að kíkja á stráka, já stráka hann John su su sei.  Og ræfillinn hún Kim  kasólétt og fautinn hann Kayne er bara í París, vitiði að hann var ekki einu sinni í landinu þegar krakkinn sparkaði í fyrsta skiptið.  Er nema von að Kim greyið gúffi í sig eins og hún lifandi getur.  Og enn er hún Rihanna að komast uppá milli þeirra eðalhjóna Justins og Jessicu.  Jessica alveg bálill yfir þvi að Justin er að hafa samband við Rihönnu, þetta kann ekki góðri lukku að stýra.  Og vissuði að Kate ætlar heim til mömmu með nýfædda barnið sitt, ekki beint heim í höllina, það er víst allt á suðupunkti yfir þessu í höllinni.  Þið sjáið af þessu að það er bara erfitt að vera í fríi.  Líka steinsofnaði ég á bekknum eftir allt erfiðið og var ekki vanþörf á.

Við vorum svo uppgefin að við gátum ekki fyrir okkar litla líf eldað sjálf í gærkvöldi, svo við skötluðumst út og fengum nokkra indverja til að fleyja stöffi á grill  og skutluðum í andlitið á okkur.

Í dag verður sko breyting á.  Eftir vinnuna þá verður flatmagað restina af deginum og hana nú.

Þarf að drattast á lappir

óver and át 


Lokað í Kohl's í dag

Frúin og gamli fóru nebbnilega að versla í gær. Og það var svo gaman, við keyptum og keyptum og keyptum og svo keyptum við pínulítið meira  Tounge.  Það stórsá á versuninni svo þeir þurftu að hafa lokað í dag til að fylla á, get svo svarið það.  En við gömlu alsæl með fengin, komum heim hlaðin pokum og kortið illa laskað.  Böt hú kers, Kohl's er bara yndisleg búð.

Annað af Bonvillebændum að frétta er bara allt í besta lagi, við erum eins og svín í sagi, nennum varla að snúa okkur á vömbina á sólarbekknum, þegar við hlussumst þangað eftir vinnuna á golfvellinum, verð að koma því að ég vann aftur í dag....  Nú má gamli fara að passa sig.  Við ætlum á nýjan golfvöll, ekki að hann sé sjálfur splunkunýr völlurinn, heldur höfum við aldrei spilað hann,  það verður gaman að vinna aftur á morgun, það fer mér svo obboð vel.  Enda var ekki við hæfi að leyfa gamla að rúlla mér svona gjörsamlega upp, eins og leit út fyrir, sérstaklega ekki eftir stóru orðin í fyrsta blogginu mínu.

En það er búið að ráða fram úr vandamáli dagsins, hvurju við ætlum að troða í okkur í kvöld, alla malla hvað maður er dannaður....  skipti um,  hvað við ætlum að snæða í kvöld, miklu betra.  Við ætlum að borða grillaðan Tilapia og henda nokkrum rækjum með, ég vona að gamli ætli að elda, það hefur ekki verið rætt, en ég er orðin bara flínk í að þurrka af borðinu, leggja á borð og borða.

Sól og blíða í Bonvillinu, sá að hitastigið í Garðabænum eru 2 gráður, hér hjá okkur akkurat núna 27 gráður  hi hi, þið megið alveg öfundast.

Skelli mér í sturtu, óver and át. 


Duldið andlaus.

Það er svo skrítið hvað mér dettur ýmislegt í hug, þegar ég er akkurat ekki nálægt tölvunni.  Ég svoleiðis fæ fullt fullt af hugmyndum í kollinn, en þegar ég svo sest niður þá er allt  bara púff horfið úr hausnum á mér.  Ég svoleiðis skil þetta ekki, hvert ruku allar fínu hugmyndirnar mínar.  Ekki út í veður og vind, því veðrið er yndislegt, dálítið svalt í morgun en núna skýjað og bongo blíða.  Á von á að setjast út á eftir aðeins að updeita hvað stjörnugreyin eru að bardúsa,  alltaf nóg af fréttum um þetta fólk,  sumir eru að springa úr spiki aðrir að horfalla, einn í ástarsorg og hinn alveg að springa úr ást.  Nóg er af óléttum og meira að segja Halle Berry sem er nú hátt komin í fimmtugt, held að ræfillinn sé 46.  Mér finnst það næstum dónalegt og fæ næstum hroll að hugsa til þess að ég sjálf væri með 6 ára .....Crying 

Við gömlu kláruðum garðvinnuna, svo nú er nýtt kurl í öllum beðum og við sátt.

Nú held ég að vorverkum í Bonville sé lokið og við búin að kovera það sem við ætluðum að gera og þá er bara að slaka á.  Ekki það að við höfum verið í einhverju stresskasti eða brjáluðum framkvæmdum, en það þarf alltaf að laga eitthvað smávegis.

Og stóru fréttir dagsins.  Ég vann í dag.

 


Hann var svalur í morgun

Brrrrrr  það var sko kalt á Floridastandard í morgun þegar við gömlu drifum okkur í vinnuna.  Svo kalt að frúin smeygði sér í smá treyju með löngum ermum og það hefur nú bara ekki gerst lengi lengi.  Þegar gamli var svo búinn að vinna mig einu sinn enn, þá var ennþá ekkert sérstaklega fínt veður svo við brugðum okkur bara í búð.  Það er nú alltaf svo uppbyggjandi fyrir sálartötrið að versla pínu, kannski ekki eins heilbrigt fyrir kreditkortið en sálartötrið mæ god bara gaman.  Komum heim með ýmislegt smálegt allt bráðnauðsynlegt á nútímaheimili hjá nútímafólki.

Well svo kom að daglega málinu:  hvað skal skutla í vömbina á sér í kvöld?  kannast einhver við þetta.  Dálítið flóknara en hjá voffunni, sem bara slafrar í sig sama gröbbinu alla daga, ekki öfunda ég hana.  Í kvöld verður það Tilapia, dásamlegur fiskur og nokkrar risarækjur með.  Við ætlum svo að skola þessu niður með ljúfu hvítvíni.  Við erum sko ekki illa haldin matarlega hérna í USAinu frekar en vanalega og enn og aftur er ég ekki við stjórnvölinn í eldhúsinu.  Ég hef ekki eldað eina einustu máltíð, ég hef lagt á borðið og gengið frá en þar með er mínum afskiptum af eldhússtörfum lokið.  Gamli ræður þar ríkjum.  

Úff sorrý, verð að þjóta, það er verið að kalla á mig í matinn.

Skál

Halló, væri svo ekki gaman að kommenta, amk þykir mér það obboð gaman. 


Vinni vinni vinn

Þar kom að því að við gömlu tókum til hendinni.  

Eins og vanalega var grillið ógeð  W00t  svo gamli tók það verk að sér að gera það hreint og fínt.  Ekki var hann búinn þá, nei ó nei, það var ýmislegt smálegt, sem þurfti að huga að, maður er nú ekkert smá heppin hvað hann er handlaginn maðurinn.  Ekki ætla ég að gleyma henni mér.  Ég tók fram grænu fingurna, við keyptum 2 blóm svona líka voðalega krúttleg og ég potaði þeim í jörðina og hlakka mikið til að njóta þeirra í framtíðinni.  Vonandi fer betur fyrir þeim, heldur en greyinu sem við plöntuðum um árið, keyptum 3 en bara 2 lifðu af vistina og lifa enn.  Setti svo þetta yndislega nýja kurl í beðin og svo ýmislegt smálegt sem myndarlegar húsmæður hrista fram úr erminni.  Halo

Mér finnst vera farið að styttast óhugnalega í ferðinni, finnst við bara næstum vera á leiðinni heim á morgun, en við eigum 11 daga eftir og ætla ég sko að njóta þeirra eins vel og ég mögulega get, sötra bleika stöffið á daginn og fylgjast með hvað gerist hjá stjörnunum,  vitið ég held að hún Kim sé að springa, greyið þótt hún sé ólétt, þá er bossinn á henni orðin húmongus get svo svarið það.  Og vissuð þið að Angelina og Brad eru víst búin að gifta sig?  Svo var ég að sjá hvað óléttan hjá henni Kötu Middelton gerir hjónabandinu gott.  Svona er algjörleg ómissandi að fylgast með lífinu hjá stjörnunum.

En núna er komið að erfiðu ákvörðuninni......  eigum við að éta heima eða eigum við að steðja út?  nenni ekki alveg að hugsa um það strax, ætla bara að kúra mig pínu, skola svo af mér skítnum og þá er ég reddí í ákvarðanir

og hana nú

Og svona í restina .....  hver haldiði að hafi unnið í dag?     HÚN ÉG VANN  SmileLoLToungeGrin 


Ródtripp.....

Jey við gömlu fórum í ródtripp.......  áfangastaðurinn St Augustine en á leiðinni spiluðum við auðvitað smá golf í Palatka.  Gvöð hvað þetta er skemmtilegt.  Þarna var "lókal" völlur við fíluðum okkur eins og þetta væri okkar eigin einka golfvöllur, ekki slæmt.  Golfið hm hm hm, man eiginlega ekki eftir hvernig það var, en ég man við vorum skellihlæjandi þegar því var lokið.

St Augustine....................   dásamlegur bær.  Dagur 1 punktur.  Trítlum í bæinn sem er sko 500 ára gamall cirka bát.  Þetta er algjörlega yndislegur bær, við löbbum og löbbum og erum algjörlega í sælu.  Svo heyrum við konusöng á lofti,  við þangað.  Þar hittum við hana Katherine Archer.  Sú er algjörlega frábær tónlistamaður.  mæli með að kíkja á vefsíðuna hennar:  http://www.katherinearcher.com/.  Fengum okkur samloku og hlustuðum og hlusuðum.  Maturinn ekki eins góður og tónlistin.  En St Augustine er gimsteinn sem allir Floridafarar ættu að heimsækja.  Gamli bærinn þar er engu líkur.  Og það er svo skemmtilegt við kanann að það eru alls staðar skilti sem segja manni hvað gerðist hvar og ég tók mynd af næstum öllum skiltum sem ég sá.  Við fórum í draugatúr obboð skemmtilegur og við fórum í sætsíing  líka obboð skemmtilegt  og við fórum í vínsmökkun, þið vitið svona kúltiveraða smá sopi af fullt af vínum, við fórum út að borða og við löbbuðum og löbbuðum.  Við meira að segja hittum Katherine aftur, borðum á Harry's og þar fékk ég dásamlegar rækjur með krabbakjöti mmmmmmm og sátum bara við hliðina á Katherine, spjölluðum við hana og nutum.

Þið sjáið að við fíluðum St Augustine alveg í tætlur.  Það er svo gaman að heimsækja svona bæ sem slær alveg í gegn, fólkið alveg frábært og bara allt í fínu lagi.

Ok við gistum svo sem ekki í neinum luxusheitum, en komm on, við vorum frábærlega staðsett og herbergið okkar var hreint og rúmið gott.  Við gömlu viljum frekar gista ódýrt og eyða meiri aur í lífsins lystisemir.  Var þetta ekki flott?

Jæja, keyrðum heim í gær og auðvitað var yndislegt að koma heim.  Það er svo yndislegt hérna hjá okkur í Bonvillinu.

Og svona í restina:  Ég tapaði í morgun en ég ætla bara að vinna á morgun.....

Kommenta svo 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband