Fyrsta Floridablogg.

Eins og vanalega þá ætlaði ég að skrifa ljómandi fínt flugvelablogg,  en það átti sko ekki að gerast.  Ég alveg uppveðruð sitjandi á fínum stað í flugvélinni sem ber eldstöðvarheitið Skjaldbreiður og pikkaði og pikkaði. Í þrígang byrjaði ég en þrisvar hvarf bloggið mitt út í óravíddir alnetsins.  Í staðinn fyrir að verða bálill,  pakkaði ég spjaldtölvunni saman og fékk mér hvítvínstár. 

Og hingað erum við komin.  Við vorum fyrst í gengum passadótið og langfyrst á bílaleiguna. Þar völdum við okkur engan smá dreka,obboð flottur og ljúfur,  en ekki vildi ég vilja troða honum í stæði á Íslandi.

Svo er það golfið ........ 3 hringir búnir og staðan er 2 - 1 fyrir gamla, en ferðin er sko ekki búin, mig þyrstir í sigur svo það verður barist til síðasta pútts. Þurftum að taka okkur frí í morgun því það rigndi það eiginlega hellirigndi og ég er pínu hissa að það hafi ekki bara rignt fiskum. Og við fórum bara í búð. Frúin fékk sér nokkra kjóla og ýmislegt smálegt var sótt.  Núna er bongoblíða og við úti við laug.

Það er svo brjálað að gera hjá stjörnunum að hið hálfa væri miklu meira en nóg,  bara smá smjörþefur..... hún Jennifer er búin að dömpa Justin og vitiði hvað, hún er ólétt,  reyndar í ca 70asta skiptið, en kannski í þetta skiptið. 

Það eru kræklingar ala gamli í kvöld og nett hvítvínstár með, hvur veit nema við náum að vaka til 10

Komment plís. 

Óver and át.


Framhaldssaga voffunar.

Nú eru 3 mánuðir liðnir síðan voffan mín var bitin í bakið.  Þegar það gerðist var ég alveg viss um að þegar væri komið fram í apríl væri allt löngu gróið og litla skinnið búin að jafna sig.

En það er aldeilis ekki svo.  Það var auðvitað ekkert smávegis sem þurfti að gera, þegar þriðjungur af húðinni á bakinu á henni var fjarlægð, já fjarlægð með öllu svo opið var bara inní kjöt..........  Þetta er búinn að vera erfiður tími.  Litla greyið er búin að vera á sýklalyfjum allan tímann og það gefur auga leið að það fer nú ekki vel í magann á greyinu.  Hún hefur lést öll ósköpin, kannski ekki alslæmt, en greyið hefur ekki haft mikla matarlyst.  Ferðirnar á Dýraspítalann í Garðabæ eru orðnar held ég um 50.  Ég og voffan förum þangað tvisvar í viku til umbúðaskipta og laser.  Allt gengur samt mjög vel, engin bakslög hafa orðið í meðferðinni en þetta er meira en að segja það.  Það er alveg stórkostlegt hvað anginn er góð í skapinu og meðfærileg, henni þykir reyndar mjög fúlt þegar dýrahjúkkan hennar tekur plásturinn sem er límdur í feldinn hennar af, þá urrar hún og reynir að borða hjúkkuna, sem er þó ákaflega óviturlegt í stöðunni.  En hún er alltaf kát að fara á spítalann, er bara lukkuleg að þurfa að vera með andsk.....  skerminn alltaf þegar hún er ein heima og á nóttunnni.  Hún er sumsagt búin að standa sig eins og hetja.

En það virðist ekki ætla að verða mikið um hárvöxt á nýju húðinni.  Nokkrar hárlufsur eru komnar á smásvæði en á stærstum hluta er ekki stingangi strá.  Hún verður skrítnasti Papillon hundur á landinu.  Henni verður væntnlega kalt á veturna á hárlausu húðinni.  

Ég vona að það sé ekki mikið meira en mánuður eftir af meðferðinni.

Og hugsið ykkur bara að þetta hefði alls ekki þurft að koma fyrir.  Augnabliks óaðgæsla.sár 7, apríl

Læt fylgja með mynd af sárinu eins og það er 7. apríl, þremur mánuðum eftir árásina.  Ælta að hlífa ykkur við eldri myndum

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband