Allt við suðu.

Nei nei okkur gömlu kemur ágætlega saman í fríinu. En það er heitt.  Núna eru svo mikið sem 34gráður fyrir utan hjá okkur.  Gamli er aðeins að æfa sig fyrir kórinn og ég að blogga,  svo ætlum við ut.  Við ætlum að sigla um sundlaugina á yndisgóðum vindsængum og vonandi fá okkur smá kríu eftir erfiðið á golfvellinum í morgun. Við ætlum að taka okkur golffrí á morgun og hugsanlega leggja land undir fót og fara í smá bíltúr,  samt ekki of langt við erum nebblilegaí fríi og þá er dagsskipunin að slaka á. 

Ég keypti nýtt blað í gær og á forsíðunni er mynd af Juliu Roberts 48 gamalli og þar stendur að hún og Danny eigi von á barni! !!!! 48 og ólétt er konan algjörlega kolkreisí? En hjónabandið var víst í vandræðum og hvað er þá betra en að bæta einum krakkanum við? Það er örugglega meira bitastætt í blaðinu sem ég segi frá seinni,  en laugin kallar og ég hlýði. 

Bæ ðe vei það var sushi í gær og í kvöld er ég að hugsa um að gamli eldi lax fyrir mig.  Ég líð amk ekki skort. 

Hvernig væri svo að kommenta ?  Mér þykir það svo gaman. 


Búin í krúsinu

Þetta krús var æðislegt.  Þetta er svo skemmtilegur ferðamáti.  Við sigldum frá Miami í eftirmiðdaginn,  fengum ljúfan kvöldverð í skemmtilegum félagsskap, í það skiptið fékk ég mér snigla og kjúlla. Eftir kvöldmat stendur svo margt til boða,  kannski fara í leikhús,  kannskidansa ppínu,  kannski fara pínu í casino, kannski fá sér aðeins í tána eða kannski farabara í koju.  Það er nýr staður á hverjum degi að skoða.  Amk þykir mér þetta æðislegt.  Síðasta kvöldið fórum við á"Chefs table" þar sem yfirkokkurinn ber fram þvílíkar kræsingar.  Það eru aðeins 12 gestir. Fyrst fær maður kampavín, síðan fær mál að sjá eldhúsið,þar sem eru eldaður 14.000 máltíðir á dag, sem 94 sjá um eldamennskuna.  Þar fengum við nokkra dásamlega smárétti svona aðeins til að hita upp. Svo byrjar ballið. Réttirnir komu hver á fætur öðrum allir svo góðir að helst langaði mig að sleikja diskinn.  Eftir allt átið var ekkert annað eftir en að skrölta í koju og ég get svarið það, að við borðuðum ekkert þá meina ég ekkert næsta sólarhringinn. 

Eftir langa ökuferð frá Miami komum við heim í Bonville. Er rétt að byrja að skanna stjörnulífið.  Sýnist það vera fjörugt að vanda. Kata í höllinni bomm af tvibbum. Miley obboð mikil subba og Dean og Tori langar ekkert meira en að skilja,  en hafa ekki efni á því?  Legg ekki meira á ykkur í bili. 

Ætla að sskutla mér í laugina,  svona rétt fyrir matinn. Jú það er steik í kvöld mín kæru. 


Flugvélablogg í stjörnufans

Það var flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Hengillinn sem skutlaði okkur yfir hafið í þetta skiptið.  Flugum aðeins til New York í þetta skiptið, en enduðum örþreytt greyin á hóteli i Miami langt eftir miðnætti.  En ferðalagið lófar goðu. Ég er viss um að fréttum af stjörnunum á eftir að rigna hingað á bloggið mitt. Það byrjar amk vel. Þar sem við gömlu sátum í mestu makindum i lánsinum, situr ekki bara Denis Quaid sjálfur, bara svoleiðis rétt hjá okkur. OMG eég segi bara ekki meira. 

Jæja svo er að skoða Miami pínu í dag og svo siglum við af stað á morgun. Bara ljúft,

Kannski hitti ég stjörnu í dag,  það væri nú gaman.

Kommenta svo


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband