6.9.2016 | 15:53
Soria í dag.
Þegar við gömlu töluðum um að brjótast út úr þægindarammanum þóttumst við mjög brött að fara í mikla reisu um norður Spán.
Við létum vaða og hér erum við að nálgast endamarkið. Við erum búin að vera í tvær nætur í Barcelona, sem hefði alveg mátt vera bara ein. Við erum búin að vera í Andorra í þrjár nætur sem var æðislegt. Svo var skrensað til Calahorra sem er í Rioja og þar fengum víð sko fín vín. Svo var brunað til Bilbao. Guggenheim safnið æðislegt. Fengum þar miklu betri bíl heldur en saumavélina sem við skottuðumst í yfir fjöll og firnindi. Í gær vá áð í LogroÅo og nú erum við í Soria. Löngu búin að breyta túrnum í golfferð enda er það sem okkur þykir skemmtilegt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 14:05
Guggenheim
Við erum aldeilis búin að vera listaspýrur í dag. Við gengum sem leið lá að hinu margfræga Guggenheim safni hér í Bilbao,en safnið er ein ástæðan að við erum hér. Það er kannski ekki sem mest safnið heldur húsið sem hýsir safnið. Mig hefur lengi langað að sjá það með eigin augum. Það olli sko ekki vonbrigðum það er svo geggjað að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Við skelltum okkur inn. Hvað skal segja mér fannst stál verkin á fyrstu hæðinni frábær. Á annarri hæðinni voru verk sem fengu mig til að efast um listhneigð mína því ef þetta var stórkostleg list. ..... Mér fannst í besta falli fyndið að einhverju hefði tekist að pranga þessu inn í fínt listasafn.
Við þrömmuðum um allt safnið, trítluðum svo í átt að hótelinu því þetta var verkefni dagsins. Á leiðinni stoppuðum við á litlum stað og fengum okkur tapas og bjór. Nú er siesta og svo huggulegur kvöldmatur.
Bilbao er flott borg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 15:09
Allt svo splunkunýtt
Komin til Spánar. Við flugum í vellystingum til Barcelona og flónið ég gleymdi spjaldinu mínu um borð í Icelandair, en það komst heilu og höldnu aftur til Keflavíkur. Svo nú er það síminn.
Nema hvað við vorum 2 nætur í Barcelona. Við skoðuðum kirkjuna frægu eftir Gádí. Hún er tryllingsleg að utan en yndisleg að innan. Þrömmuðum um stræti og torg og ég spugleraði hvað er æðislegt við borgina? Jú jú fallegar byggingar en að öðru leiti eins og hver önnur stórborg.
Stúlkan á bílaleigunni var frekar fúl eiginlega grautfúl. Við gátum slitið frá henni Citroën saumavél og héldum til Andorra.
Andorra er æðisleg. Stórfenglegt landslag falleg borg og fólkið vingjarnlegt. Við spiluðum 2 golfhringi í Andorra. Fyrri völlurinn var flottur eiginlega bara frábær. Sá seinni var engu líkur. Við þurftum að dröslast með golfsettin í kláf upp í 2250 metra hæð. Völlurinn 9 holur og mjög skrítinn. Skrítnast var þó að finna að loftið var þynnra.
Kvöddum Andorra með von um að koma þangað aftur.
Næsta stopp var Calahorra í Rioja, jey við kát. Hótelið fínt. Við fundum víngarð þar sem sonurinn leiddi okkur um víngerðina. Enduðum á að kaupa haug af víni af honum svo nú verðum við að vera dugleg að sulla í víni.
Komum svo á saumavélinni í dag til Bilbao. Hótelið fínt. Konan á bílaleigunni, þar sem við skiluðum bílnum var meira að segja hin besta. Erum nú í siestu, búin að fá huggulegan löns og smátt vín. Ætla að loka aðeins augunum. Meira seinna.
P.s. í sjónvarpinu er Men In Black á spænsku 😉
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)