Suddalegur er sá fertugasti og annar.

En eins og vanalega þá vorum við voffan galvaskar í túrnum okkar.  Verð að viðurkenna að veðrið í dag er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér.  Rok og suddi.  Nei ég vel frekar sól og blíðu.

Hvað á að vera í kvöldmatinn?  Þekkja ekki allir örvæntinguna sem grípur þegar engin hugmynd kemur upp í kollinn á manni?  Ég hef oft og mörgum sinnum væflast um Fjarðarkaup í hreinni angist.  Þarna er ég í fullri búð matar, en finn ekkert til að hafa í matinn.  Ég hef látið það eftir mér að gægjast ofan í körfur hjá fólkinu sem ég mæti í búðinni.  Bara til að reyna að fá fína hugmynd.  Ég hef staðið fyrir framan girnilegt kjötborðið og fengið nett kvíðakast.  Hvað á að velja?  Hvað skyldi slá í gegn?  fiskur?  kjöt?  úff, allt og mikið um að hugsa.  Einu sinni sem oftar var ég í þessum sporum og opinberaði vandræði mín við afgreiðslukonuna.  Sú var með eina bestu hugmynd sem ég hef heyrt í mörg ár.  Hvernig væri að vera með körfur með miðum í.  Ein með miðum með sparimat.  Önnur með miðum með fiski og sú þriðja með miða með kjöthvundagsmat.  Ef maður er í basli, dregur maður hreinlega miða og  jes jibbí málið er leyst.  Ég kaupi það sem á miðanum stendur og allir kátir.  Ég skil ekki afhverju þessi hugmynd er ekki fyrir löngu orðin að veruleika.

En bráðum þarf ég ekki að hafa áhyggjur af matseld.....  Ég er að fara westur og þá ræð ég ekki ríkjum í eldhúsinu.  Þar ríkir gamlinn minn.  Ég er strax farin að hlakka til.   Ætli það verði steik?  ég bara bíð róleg, fæ kannski pínu fordrykk og lakka neglurnar.  

Er ég ekki heppin? 


Bloggfærslur 11. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband