28.10.2014 | 13:08
Íslendingar allsstaðar
Við brugðum okkur af bæ um daginn. Eins og oft áður var ferðinni heitið á golfvöll ca klukkutíma í burtu. Eftir töluverðar hrakningar við golfiðkun héldum við heim á leið í fína svarta bílnum okkar. Á leiðinni sótti að okkur þorsti og hungur. Fundum þennan líka dásamlega stað úti í rassgati sko alls ekki af fínni tegundinni. Nokkur mótorhjól á planinu og við skulum inn. Obbosí gestirnir frekar skrautlegir og staðurinn enn skrautlegri. Við víkingarnir látum það ekki á okkur fá heldur setjumst á frekar lúna stóla pöntum mat og drykk og allt í fínu. Allir gestirnir virtust þekkjast svo við vorum pínu útundan. Sessunautur minn, fúlskeggjaður töffari dálítið eldri en við spurði hvaðan við værum þegar við segjum honum það lifnar aldeilis yfir þeim næsta. Haldiði ekki bara að sá eigi íslenska mömmu, hana Sigrúnu Emilsdóttur þau bjuggu í Keflavík og þessi náungi mundi nokkur orði íslensku en skyldi meira. Hálfbróðir hans er flugmaður hjá Icelandair. svona ernú heimurinn lítill og við íslendingar út um allt.
Hvað um það. Bíðum nú eftir flisurum sem eru einhversstaðar að bjástra við bilaðan bíl.
Svo eigum við von á hernum á eftir.
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)