Tölvugúrúin við.

Gamli var orðinn pent pirraður á öllu djeskotans „ popupsinu " sem herjar á okkur alla daga. Og hvernig lagar maður þetta? jú auðvitað fer maður á youtube og leitar að leiðbeiningum. Síðan er ágætt að fá sér vitorðsmann svo sem eina eiginkonu. " Vilt þú ekki gera þetta?. þú ert svo miklu fljótari en ég?" Og flónið ég , já þetta er bara saga héðan úr sveitinni, varð auðvitað pínu upp með mér og skellti mér í verkið. Gerði allt eins og maðurinn á youtúbinu sagði. Og svona til að gera langa sögu stutta þá er tölvan á spítala, það þarf að strauja gripinn. 

Mottó sögunnar : Ekki fikta við tölvuna sjálf / sjálfur ef þú hefur ekki grænan grun um hvað þú ert að bralla.

I og rétt í lokin . Var að frétta af Barböru og hennar ektamanni. Það er allt ennþá í háalofti.  Þau eru víst að karpa yfir einhverjum 400 milljónum dollara, segi og skrifa dollara. Mér finnst nú bara í góðu lagi að æpa aðeins yfir svona summu '

Í kvöld er það heimsend pizza og ætli við skoIum henni  ekki niður með rauðínstári.


Bloggfærslur 9. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband