Háskaleg ferð frúar

Ég veit að þið haldið öll að veran hér sé algjörlega hættulaus og hér vafri ég um á bleiku hættulausu skýi.  Það er ekki aldeilis reyndin. Frúin þ, e. ég hef lent í hverju slysinu á fætur öðru.  Fyrst var nú ekkert smá.  Ég á blússandi siglingu niður stigann en auðvitað vitiðþið öll að hann er brattur og ekkert lamb að leika við. Nema hvað ég á brunandi siglingu nniður og búmm búmm allt í einu er bara fokin á bossann og bomsast niður nokkrar tröppur.  Einnögl brotnaði og ekki gera grín að því,  frúin búin að hafa mikið fyrir að safna þessum fínu nöglum. Og ekki má gleyma að tala um fína marblettinn bika svarta sem prýðir bakhluta frúarinnar. 

Ekki nóg með þetta heldur tókst mér að stinga hníf svona snyrtilega í hendina á mér.  Það var alls ekki eins tilkomumikið eins og þegar ég kom fljúgandi niður stigann.

Annars allt í ljómandi góðu hér í sveitinni. Við golfum og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þann andsk....... semsagt ég er ekki að vinna.

Var að lesa um að hrossið hún Camilla í höllinni sé algjörlega að missa sig.  Hún Beta er vístbbúin að segja Vilhjálmi að hann verði næsti kóngur og Kata drottning,  enda væri alveg ómögulegt að hún Camilla yrði drottning,  drottningar eru ekki svona ljótar,  það vita nú allir.

Það er svo brjálað að gera hjá stjörnunum,  haldiði ekki bara að hann Brad hafi verið að gantast með einhverri druslu og Angelina auðvitað buffaði hann. George og Amal eiga von á sér.

Well folks það var steik í gærkvöldi,  er að vona að það verði rækjur ala gamli.

Tjá 


Bloggfærslur 1. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband