7.5.2015 | 21:55
LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Ég var farin að hafa töluverðar áhyggjur af því hvað ekkert fréttist af þeim Travolta hjónum. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var snögg að grípa virðulega heimildarritið þar sem mynd af John prýddi forsíðuna. Það er ennþá verið að væna hann um að vera skotinn í strákum, einhver gúbbi dreginn upp og plataður til að segja að John hafi verið að digga við hann og borgað honum fúlgur fjár fyrir að halda kjafti. Eitthvað hefur klikkað því þarna var pilturinna að segja að John væri skotinn í strákum og hann og Kelly væru bara plat. Veit alls ekki hvernig ég á að taka þessu.
Munið um daginn þegar ég sagði ykkur frá því að Jennifer og Justin væru hætt saman og hún bomm? Nema hvað skv nýjustu heimildum er hún loksins að skáka henni Angelinu, sem stakk undan henni hér um árið, well heimildir segja að George og Amal séu búin að bjóða þeim að gifta sig í ítalska kastalanum sínum. Reyndar sá ég rétt áðan að George og Amal séu að skilja og þau sem eru nýgift.
Þetta er náttla bara yndislegt.
Annars allt fínt að frétta af Bonville bændum. Skrönsuðum aðeins um Kohls áðan og eins og venjulega er verslunin verulega löskuð eftir heimsóknina.
Svo er það steik í kvöld.
Au revoir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)