Flugvélablogg

Það er flugvélin sem ber eldstöðvrheitið Dyngjufjöll sem ber okkur yfir hafið í þetta skiptið. Flugtíminn frekar langur 7,45 tímar, en við í góðum gír að fara „heim“ eftir allt of langan tíma.
Það var dálítið merkilegt í dag, við heimsóttum báðar frábæru stelpurnar okkar í vinnuna í dag. Byrjuðum á stubbunni, þarna var hún litla barnið okkar að hlúa að sjúklingi, ég bara kíkti , obbbbb mátti kannski ekki, en ég stóðst ekki mátið, hún var svo fumlaus og flott og mamman að springa úr stolti. Svo var það sú eldri sem við hittum í Leifsstöð. Aftur rifnaði mömmuhjartað af stolti. Hún var að segja okkur hvað hún er að vinna í flugstöðinni. Ég held að það hafi aldrei verið montnari mamma. 2 stelpur svona frábærar, svona gersamlega ólíkar og báðar svona flottar fagkonur hvor á sínu sviði.
En við stóðumst ekki mátið að skreppa „heim „ held að það hafi aldrei liðið svona langur tími milli ferðalaga, síðan við ákváðum að eiga athvarf í yndislegu Flórída. Það er bara stutt í þetta skiptið, enda eru að koma jól og við verðum auðvitað að standa klár þá.
Það eru 7.04 tímar í lendingu og ég ætla að kíkja á bíó og það er ekki Shallow Hal í dag, hann er ekki lengur í boði....

 

 


Flugvélablogg

Það er flugvélin sem ber eldstöðvrheitið Dyngjufjöll sem ber okkur yfir hafið í þetta skiptið. Flugtíminn frekar langur 7,45 tímar, en við í góðum gír að fara „heim“ eftir allt of langan tíma.
Það var dálítið merkilegt í dag, við heimsóttum báðar frábæru stelpurnar okkar í vinnuna í dag. Byrjuðum á stubbunni, þarna var hún litla barnið okkar að hlúa að sjúklingi, ég bara kíkti , obbbbb mátti kannski ekki, en ég stóðst ekki mátið, hún var svo fumlaus og flott og mamman að springa úr stolti. Svo var það sú eldri sem við hittum í Leifsstöð. Aftur rifnaði mömmuhjartað af stolti. Hún var að segja okkur hvað hún er að vinna í flugstöðinni. Ég held að það hafi aldrei verið montnari mamma. 2 stelpur svona frábærar, svona gersamlega ólíkar og báðar svona flottar fagkonur hvor á sínu sviði.
En við stóðumst ekki mátið að skreppa „heim „ held að það hafi aldrei liðið svona langur tími milli ferðalaga, síðan við ákváðum að eiga athvarf í yndislegu Flórída. Það er bara stutt í þetta skiptið, enda eru að koma jól og við verðum auðvitað að standa klár þá.
Það eru 7.04 tímar í lendingu og ég ætla að kíkja á bíó og það er ekki Shallow Hal í dag, hann er ekki lengur í boði....

 

 


Bloggfærslur 3. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband