9.12.2016 | 18:17
Andsk..... kuldi
Brrr þetta er ekki fyndið . þegar við opnuðum augun í morgun vá hvað hann var kaldur. En víkingarnir við létum það ekki á okkur fá og skötluðumst á Providence, enda búið að að panta tíma. Það voru aðeins 10 ískaldar gráður, ískaldur vindur og stöku skúrir. Er einhver að hugsa að auðvitað höfum við hætt við golfhring? Neibb við hættum ekki við, gamli meira að segja í stuttbuxum, við þræluðumst heilan hring. Sem betur fer varð veitingavagninn á leið okkar á 12 holu og vá held að kaffi hafi aldrei komið sér betur ♨♨♨. Eins og sönnum víkingum sæmir kláruðum við hringinn og núna er ég að reyna að hita gamla upp 😨😨😨.
Vonumst eftir betri tíð á morgun amk segir veðurstofan að heimskautavindar hafi náð alla leið hingað suður og á morgun hlýni aftur.
Í tilefni dagsins ætlar frúin í Walmart á eftir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)