28.4.2016 | 18:56
Allt við suðu.
Nei nei okkur gömlu kemur ágætlega saman í fríinu. En það er heitt. Núna eru svo mikið sem 34gráður fyrir utan hjá okkur. Gamli er aðeins að æfa sig fyrir kórinn og ég að blogga, svo ætlum við ut. Við ætlum að sigla um sundlaugina á yndisgóðum vindsængum og vonandi fá okkur smá kríu eftir erfiðið á golfvellinum í morgun. Við ætlum að taka okkur golffrí á morgun og hugsanlega leggja land undir fót og fara í smá bíltúr, samt ekki of langt við erum nebblilegaí fríi og þá er dagsskipunin að slaka á.
Ég keypti nýtt blað í gær og á forsíðunni er mynd af Juliu Roberts 48 gamalli og þar stendur að hún og Danny eigi von á barni! !!!! 48 og ólétt er konan algjörlega kolkreisí? En hjónabandið var víst í vandræðum og hvað er þá betra en að bæta einum krakkanum við? Það er örugglega meira bitastætt í blaðinu sem ég segi frá seinni, en laugin kallar og ég hlýði.
Bæ ðe vei það var sushi í gær og í kvöld er ég að hugsa um að gamli eldi lax fyrir mig. Ég líð amk ekki skort.
Hvernig væri svo að kommenta ? Mér þykir það svo gaman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)