Soria í dag.

Þegar við gömlu töluðum um að brjótast út úr þægindarammanum þóttumst við mjög brött að fara í mikla reisu um norður Spán. 

Við létum vaða og hér erum við að nálgast endamarkið.  Við erum búin að vera í tvær nætur í Barcelona, sem hefði alveg mátt vera bara ein.  Við erum búin að vera í Andorra í þrjár nætur sem var æðislegt.  Svo var skrensað til Calahorra sem er í Rioja og þar fengum víð sko fín vín.  Svo var brunað til Bilbao.  Guggenheim safnið æðislegt.  Fengum þar miklu betri bíl heldur en saumavélina sem við skottuðumst í yfir fjöll og firnindi.  Í gær vá áð í Logroňo og nú erum við í Soria.  Löngu búin að breyta túrnum í golfferð enda er það sem okkur þykir skemmtilegt 


Bloggfærslur 6. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband