Ferðablogg

Var að fatta að ég hef ekki bloggað síðan rétt í byrjun pestar.  Þetta gengur ekki, svo hér er eitt að koma.  Vonandi fyrsta af mörgum.

Ég er komin til Long Beach California, jamm get svo svarið það,  við vorum í flugvélum í ca 11 tíma í gær.  Fyrst fórum við með flugvélinni Ketildyngju alla leið til Seattle.  Ótrúlega gott flug, enda svaf ég mest af leiðinni.  Eftir smá bið á flugvelli í Seattle flugum við með útlensku flugfélagi til Los Angeles   og hingað til Long Beach vorum við komin rúmlega 1 eftir miðnætti.  Og hvað erum við að gera hérna?  Við erum að fara í krús eftir 2 daga.  15 nætur á sjó eitthvað til að hlakka til.   En aftur hingað til Long Beach.  Í morgun var byrjað á að fara í ágætis göngutúr,   eiginlega flottan göngutúr því við þrömmuðum heila 8 kílómetra.  Það er reyndar skítakuldi hérna og von á stormi og rigningu á morgun og föstudag, ætli við verðum ekki bara á hóteli að lesa bók.  Já ég sagði það að lesa bók,  Erum með 3 bækur til lesa í fríinu.  Hlakka til að fara um borð á föstudaginn.   Meira seinna.   Tjá


Bloggfærslur 22. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband