Langt síðan seinast.

Hef ekki bloggað í næstum því ár. Margt hefur gerst síðan, en það allra allra merkilegasta er það nýjasta. Ég fékk "ný" augu. Nei mín gömlu voru ekki plokkuð úr og ný sett í staðinn. Eins og þið vitið þá hef ég séð obboð illa alla mína ævi og hef þurft að vera með gleraugu sem ég hef alltaf hatað. Ég gat ekki farið í laser, augun í mér voru ekki fallin til þess, en þessi nýja aðgerð gæti hjálpað !!!
Það tók mig bara 2 ár að panta mér tíma og núna semsagt er ég komin með sjónina aftur, engin gleraugu. Ég get næstum heyrt í ykkur: hvað gerðist? jú ég fór í aðgerð, það var skipt um augasteina og fyrir framan þá nýju var sett fjölfókusa linsa, svo ég þurfi ekki einu sinni að vera með lestrargleraugu. Ég get svo svarið að ég er ekki að skrökva.

Ætla nú að reyna að vera dugleg að blogga, þarf að koma mér í æfingu aftur.
Sí ja sún :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið óskaplega er gaman að sjá þig blogga aftur dúfan mín, og já þetta með augun, það er nú ekkert minna er galdrar....

Halla bjalla (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Gaman að heira og njóttu þess vel og lengi.

Jón Sveinsson, 13.9.2010 kl. 18:29

3 identicon

ju....ég hlakka til að sjá þig!

Helena (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 18:57

4 identicon

Velkomin til baka.  SJÁUMST

Milla systir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband