27.9.2010 | 17:25
Sveppatínslupiltur
Það er dálítið skrítið að gerast hérna fyrir utan gluggann hjá mér.
Það er unglingspiltur svo önnum kafinn við sveppatínslu. Sveppirnir sem hann er að tína ofan í plastpoka eru litlir sveppir sem hann velur af mikilli kostgæfni. Hvað skyldi pilturinn gera við alla þessa sveppi? Ætli mamma hans hafi sent hann út, af því að hana vantar sveppi í sósu og hann er nýbúinn að fara á námskeið til að læra að þekkja í sundur sveppi? Ég er ekki alveg viss um að hann sé svona hlýðinn og góður við mömmu sína. Mig grunar að sveppirnir þjóni öðrum tilgangi hjá honum. Ég hef undanfarið séð nokkra á umferðareyjum að leita sveppa. Það bara getur ekki verið að allir séu að búa til sveppa sósu eða súpu. En hvað veit ég, er ég bara svona illa innrætt að láta mér detta í hug að þessi ungi piltur sé að tína sveppi til einhverra annarlegra nota? Tja ég veit ekki.
Það er unglingspiltur svo önnum kafinn við sveppatínslu. Sveppirnir sem hann er að tína ofan í plastpoka eru litlir sveppir sem hann velur af mikilli kostgæfni. Hvað skyldi pilturinn gera við alla þessa sveppi? Ætli mamma hans hafi sent hann út, af því að hana vantar sveppi í sósu og hann er nýbúinn að fara á námskeið til að læra að þekkja í sundur sveppi? Ég er ekki alveg viss um að hann sé svona hlýðinn og góður við mömmu sína. Mig grunar að sveppirnir þjóni öðrum tilgangi hjá honum. Ég hef undanfarið séð nokkra á umferðareyjum að leita sveppa. Það bara getur ekki verið að allir séu að búa til sveppa sósu eða súpu. En hvað veit ég, er ég bara svona illa innrætt að láta mér detta í hug að þessi ungi piltur sé að tína sveppi til einhverra annarlegra nota? Tja ég veit ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.