30.9.2010 | 10:03
Húsmóður raunir
Hvað sjáið þið fyrir ykkur þegar þið hugsið um myndarlega húsmóður? Í mínum huga er það, þið vitið, þessi vel tilhafða kona í köflóttum kjól með svuntu, vel lagt hárið, sífellt bakandi, þrífandi, eldandi, er hvers manns hugljúfi, á best uppöldu börnin og þar fram eftir götunum. Ég er alin upp við að húsmóðirin vinnur "ekki neitt" en einhvernveginn er hún alltf önnum kafin, ef hún er ekki að þrífa þá er hún að baka eða sauma eða þvo eða eitthvað annað, sem sagt alltaf að.
Var að spyrja sjálfa mig hvort ég væri myndarleg húsmóðir? Og ég komst að því að samkvæmt upptalningunni hérna að ofan þá er ég óttarleg drusla. Ég á ekki einn einasta köflóttan kjól, ég á reyndar ágætis svuntu og hárið er jú takk bara oftast í þokkalegu lagi. Ég bara veit ekki hvað er langt síðan ég bakaði seinast og þessa dagana fer lítið fyrir eldamennsku frúarinnar, þar er eiginmaðurinn algjörlega að brillera og ég nýt til fullnustu. Þrifnaðurinn, jú ég kem þar við sögu, en aldrei aldrei ein, við gömlu djöflumst við að þrífa kofann saman. En auðvitað er ég hvers manns hugljúfi og á best uppöldu börnin og auðvitað bestu börnin.
En samt þykir mér að ég sé bara svosem hin ágætasta húsmóðir. Ég er samt alls ekki ein í þessari stöðu á heimilinu og ég er alls ekki eins og fyrirmyndarhúsmóðirin hérna að ofan, kannski er ég þessi nútíma húsmóðir. Ég "vinn" og geng í buxum. Og ég er bara nokk ánægð með mitt hlutskipti og er helst að hugsa um að reyna ekki neitt að ná yfirráðum aftur í eldhúsinu, til hvers að vera að skipta sér af, þegar sá færari er í verkefninu.
Hvað skyldi ég fá að borða gott í kvöld?
Var að spyrja sjálfa mig hvort ég væri myndarleg húsmóðir? Og ég komst að því að samkvæmt upptalningunni hérna að ofan þá er ég óttarleg drusla. Ég á ekki einn einasta köflóttan kjól, ég á reyndar ágætis svuntu og hárið er jú takk bara oftast í þokkalegu lagi. Ég bara veit ekki hvað er langt síðan ég bakaði seinast og þessa dagana fer lítið fyrir eldamennsku frúarinnar, þar er eiginmaðurinn algjörlega að brillera og ég nýt til fullnustu. Þrifnaðurinn, jú ég kem þar við sögu, en aldrei aldrei ein, við gömlu djöflumst við að þrífa kofann saman. En auðvitað er ég hvers manns hugljúfi og á best uppöldu börnin og auðvitað bestu börnin.
En samt þykir mér að ég sé bara svosem hin ágætasta húsmóðir. Ég er samt alls ekki ein í þessari stöðu á heimilinu og ég er alls ekki eins og fyrirmyndarhúsmóðirin hérna að ofan, kannski er ég þessi nútíma húsmóðir. Ég "vinn" og geng í buxum. Og ég er bara nokk ánægð með mitt hlutskipti og er helst að hugsa um að reyna ekki neitt að ná yfirráðum aftur í eldhúsinu, til hvers að vera að skipta sér af, þegar sá færari er í verkefninu.
Hvað skyldi ég fá að borða gott í kvöld?
Athugasemdir
Þú hlýtur að hafa fengið eitthvað svakalega gott, því þú átt það svo sannarlega skilið
Milla systir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.