Dagbók myndarlegrar húsmóður

Ég sit í huggulegheitum obboð myndarleg í sófanum mínum.
Hárið er huggulegt, ég er í kjól, reyndar ekki köflóttum, en svuntuna vantar.
Eins og myndarlegri húsmóður sæmir fór ég að kaupa inn til heimilisins í dag. Ýmislegt myndarlegt var keypt og heimilið "stokkað" upp af ýmsu góðgæti. Myndarskap mínum eru engin takmörk sett. Húsmóður störfum mínum var þar með lokið enda nokkuð mikið afrek.
Eins og venjulega ræð ég ekki ríkjum í eldhúsinu en ég þykist viss um að í kvöld verður aldeilis veisla. Það var keyptur humar, já börnin góð, það var keyptur humar. Búið er að færa mér hvítvínsglas svo eins og allir geta séð, þá hef ég það eins og svín í sagi.
Bíð bara spennt eftir að vera boðið að gjöra svo vel.
Kær kveðja úr sólinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband