22.3.2011 | 13:51
Kæra Jóhanna
Til hamingju með að hanga ennþá í forsætisráðherrastólnum.
Aðeins meira af auðlegðarskattinum þínum.
Var að lesa mér pínu til og reikna í framhaldi.
tökum hjón sem eru obbbbboð efnuð, eiga 100.000.000 samtals í nettoeign (hámark til þess að fá ekki auðlegðarskatt), þau geta átt hlut í fyrirtæki sem er ekki alveg á vonarvöl, og ágætis húsnæði. Reyndar dugar þeim að eiga hlut í fyrirtæki.
Þessi hjón eru líka búin að eiga eina milljón inní banka í 1 ár.
Skv vaxtatöflu Arion banka fá þau 0,5% vexti af milljóninni = 5,000
Þú skattleggur þennan fimmþúsund kall og færð af honum kr 900.
Þar með eiga hjónin kr 101,004,100.
Þú setur á þau auðlegðarskatt 1,5% umfram það sem þau "eiga" umfram 100 millur. það gera kr 15,061.
Mannstu þau eiga ekki 100 millur í peningum. Enginn veit hvert raunverulegt verðmæti fyrirtækisins er, því eins og þú veist ertu að murka lífið úr öllum lífvænlegum fyrirtækjum á landinu með aðgerðarleysi og skattpíningu.
En þau eiga milluna.... en hún er alls ekki milla lengur. Eftir að þú ert búin að rífa af þeim fjármagnstekjuskatt og auðlegðarskatt er millan orðin kr 909,038. Hún hefur semsagt rýrnað um 90,962 með því að geyma hana í bankanum. Þetta eru bara raunverulegir peningar, þarna er ekki tekið tillit til verðbólgu og alls annars.
Held ég skötli mér bara út í banka og taki út. Þú rífur hvort sem er allar vaxtatekjur í burtu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.