Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn.....

Við eum tvær dömur á leið í dömuferð til Köben. Byrjum ferðina eins og sönnum dömum sæmir á Saga lánsinu. Það er nú obboð snemmt fyrir að fá sér í tána, en þar sem við erum sannar dömur, þá höndlum við það ágætlega.
Við sitjum við vænginn og höfum yndislegt útsýni. Vélin er smekkfullt, ég undra mig á hvað allt þetta fólk er að þvælast. Við dömurnar hefðum nú ekki haft mikið á móti því að hafa rýmra um okkur, en svona er Ísland í dag, allir á faraldsfæti.
Allt gengur svona líka ljómandi og við dömurnar skipuleggjum ferðina okkar. Við höfum aldrei ferðast saman áður til útlanda, svo hugsanlega sjáum við nýjar hliðar á hvorri annarri. En ég amk er full tilhlökkunar.

Svo miðja vegu milli nýju höfuðborgarinnar okkar Reykjavíkur og þeirrar eldri kóngsins Kaupmannahöfn, er samtal okkar truflað: Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar. Maður er nú ekkert óvanur að flugstjórinn ávarpi farþegana sína, enda er það bara kurteisi af honum. En í þetta skiptið, eftir allt kurteisishjalið, stynur hann uppúr sér að við megum eiga von á slæmu aðflugi, það er semsagt hífandi rok í kóngsins, en við þurfum ekki að hafa áhyggjur af öryggi vélarinnar. Wot.... ég hef nú meiri áhyggjur af mínu eigin öryggi, en í þetta skipti er öryggi mitt og öryggi flugvélarinnar eiginlega samantvinnað.

Ekki erum við dömurnar að kippa okkur mikið upp við þessar fréttir, enda eigum við frábæran flugbróður, sem hefur nú sagt okkur margar sögur úr fluginu, af veðri og kippum og rikkjum í alls konar flugvélum og alltaf hefur hann stýrt flugvélinni sinni örugglega til jarðar. Enda berum við fullt traust til flugstjórans og áhafnar hans.

Jæja, aðflugið er hafið og við eiginlega orðnar pínu spældar, það er þvílíkt rjómalogn og kaffið hreyfist ekki í pappamálunum okkar. Er maðurinn búinn að vera að plata okkur með þessum óveðursfréttum???

Ferðadaman mín byrjar að segja mér sögu af vinkonu sinni, sem fyrir margt löngu lenti í flugslysi við Oslóarfjörð og ég sötra kaffið mitt og þykir sagan mjög merkileg. En þá byrjar ballið, það er eins og sé lamið af miklu afli í vélina og vitið að það er ansi langt liðið á aðflugið. Og vængurinn mamma mia, hann sem er ekki búinn að bifast, allt í einu er hann eins og vængur á vænum fugli sem blakar vængjunum sem mest hann má til að haldast á lofti. Og ég er að hlusta á flugslysasögu. Oft hef ég nú flogið til Kaupmannahafnar enda sönn dama, en aldrei hef ég lent í öðru eins. Við hristumst og hristumst bara eins og hveiti og vatn í sósuhristara, get svo svarið það.

En það er svo skrítið að ég er ekki baun hrædd. Verð þó að viðurkenna að þetta eru skratti (afsakið orðbragðið, ekki dömu dæmandi) mikil læti.

Við lendum þó heilu og höldnu og nú byrjar frábært ferðalag. En þegar ég hringi í gamla minn, þá segir hann okkur að Kastrup hafi verið lokað og við verið síðasta vélin til að lenda.... það er eins og þeir hafi vitað af komu okkar systranna, já ég er að ferðast með elstu systur, við megum enga tíma missa, verðum að njóta alls og svo ætlar brottflutta dóttirin að koma til okkar frá Hollandi, svo það er algjörlega ómögulegt að komast ekki á áfangastað á réttum tíma.

Ekki meira í bili, nema ferðin var frábær í alla staði. Elsta systir og ég fórum algjörlega á kostum. Mæli með svona ferðum fyrir allar góðar systur. Ég er strax farin að hlakka til aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð saga -

Að CPH flugvelli hafi verið loka að lendingu systra minna lokinni markar nýtt tímabil í flugsögu (orðið dregið af "frásögnum af flugferðum") systra minna allra.  Ég fer neblega að trúa því að eitthvað af þessum skelfilegu hremmingum sem þær lenda endalaust í séu raunverulegar OMG. -  Hér er milt veður, annar dagur í sumri -  bestu kveðjur í sólina.

Krissib bro

Krissi bró (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 09:32

2 identicon

1 identicon

Góð saga -

Að CPH flugvelli hafi verið loka að lendingu systra minna lokinni markar nýtt tímabil í flugsögu (orðið dregið af "frásögnum af flugferðum") systra minna allra.  Ég fer neblega að trúa því að eitthvað af þessum skelfilegu hremmingum sem þær lenda endalaust í séu raunverulegar OMG. -  Hér er milt veður, annar dagur í sumri -  bestu kveðjur í sólina.

Krissib bro

Krissi bró (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 09:36

3 identicon

Þar hebbðu danir legið í því, ef þeir hebbðu lokað vellinum áður en velílegnar systur lentu.  Flugsaga okkar systra kafteinsins er greinilega mun áhugaverðari en flugsaga kafteinsins og við ættum kannske að íhuga að gefa hana út á bók. 

Bestu kveðjur úr vorinu á Íslandi í sólina.

Milla systir

Milla systir (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 20:02

4 identicon

Þetta er svo dagsatt alveg frá upphafi nema þetta með flugslysið, það var í Færeyjum. Varstu nokkuð orðin svo stressuð María mín að þú hafir ekki heyrt að það voru Færeyjar en ekki Osló. Það er samt sem ekki það sem málið snýst um nema það var e.t.v. óþarfi að segja flugslysasögur á meðan við hentumst þarna fram og til baka í óveðrinu, heldur hitt hvernig var í flugvélinni í lendingunni. OMG.

Bestu kveðjur í sólina úr sólinni og blíðunni.

Dísa

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 22:05

5 identicon

Þetta hefur verið hrikalega gaman - löngu eftirá!

Ragnar Torfi Geirsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband