Ég játa.... ég er sek..... ætli löggan sé á leiðinni?

Ég er eiginlega dauðstressuð.
Þessi yndislega ríkisstjórn er búin að setja ný lög, sem gerir mig að harðsvíruðum glæpamanni, get svo svarið það. Ég er algjörlega miður mín, enda hef ég svo sem ekki lagt það í vana minn að mölbrjóta lög. Hef reyndar fengið stöðumælasektir og jú ég hef komið með örlítið meira af nýjum fatnaði úr ferðalagi en tollalög segja til um, en þar held ég bara að glæpaferill minn sé upptalinn.

En núna er aldeilis annað uppá teningnum.
Ég játa mig seka um brot á gjaldeyrislögum. Já gjaldeyrislögum. Ég á erlendan gjaldeyri í fórum mínum.

Ég var að koma frá útlöndum um daginn, nánar frá Bandaríkjunum, einhver hissa? og það er ekki með einbeittum brotavilja sem ég mölbrýt lögin. Við brottför á ég í veskinu mínu nokkra dollara og smáræði af klinki. Ég var algjörlega grunlaus að nú væri ég orðin krimmi. Gat ekki séð það fyrir að þessir fáu dollarar skiptu sköpum í gjaldeyriseign þjóðarinnar. En rétt skal vera rétt, það er bíð að setja lög í landinu.

Þegar ég geri mér grein fyrir glæp mínum, fer ég auðvitað í bankann til að skila góssinu. Þar er tekið vel á móti mér og mínum miklu verðmætum. Ég var reyndar ekki trítuð eins og ég væri að bjarga gjaldeyrisvarasjóðnum, en mér er boðið uppá kaffi og bara allir nokk almennilegir.

Gjaldkerinn tók fagnandi á móti dollurunum mínum, en var ekkert sérstaklega kát þegar ég dró fram klinkið mitt. Bankinn hefur aldrei keypt erlent klink, þvílíkur sauður get ég verið.....

Obbosí, hvað get ég núna gert?
Ég má ekki eiga erlendan gjaldeyri.
Ég get ekki losað mig við klinkið.

Þetta vandamál er að fara illa með sálartetrið. Í hvert skipti sem hundurinn rekur upp bofs kippist ég við..... ætli löggan jú eða Árni Páll sjálfur séu á tröppunum að koma og ná í mig? Þetta klink er að gera út af við sálartötrið mitt. Ég get ekki hugsað mér að henda klinkinu, ég fer ekki að henda peningum annarra þjóða, ég hef nú ekki lagt í vana minn að henda peningum.

Ég sé bara eina leið út úr vandanum. Þegar ég er búin að pikka þetta blogg, þá ætla ég á vef Icelandair og bóka mér far til USA. Þar ætla ég að eyða klinkinu mínu og koma algjörlega tómhent heim.

Vandinn leystur.

Er farin að pakka

Sí jú leiter.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að selja þetta á svörtum, eins og Rítalínið og Kontann.  Standa hettuklæddur í Leifsstöð og bjóða þeim sem eru að fara til útlanda. 

Mig undrar ekki að þú sért stressuð, eru þetta ekki doldið miklir peningar, svo sem eins og 2-3 dollarar.  Suss, suuuusssssssss

Milla systir (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband