20.12.2011 | 00:57
Ísland ég er að koma !!!
Jú ég ætla að þora að blogga einu sinni í túrnum. Get svo svarið það að undanfarið hef ég bara ekki lagt í að láta vita að ég sé ekki á landinu. Þið vitið, það gæti einhverjum dottið í hug að fara heim til mín og hreinsa út. p.s. var að fá smá forrétt..... semsagt ég er ekki að elda í kvöld. nammi nammi namm.
Well aftur að bloggi. Við gömlu skutluðumst semsagt "heim" til Florida í 10 daga. Erum auðvitað búin að golfa frá okkur allt vit. Erum í blóðugri keppni, sem ég var nokk örugg með að vinna framan af, en viti menn gamli er búinn að jafna metinn og MÁ EKKI VINNA Á MORGUN. Þá er hann búinn að vinna tvær keppnir í röð. Get ekki látið það gerast.
Eins og venjulega höfum við haft það eins og svín í sagi, eiginlega ekki gert neitt annað en að njóta lífsins og gera ekki neitt.
Hvaða vitleysa annars, hann Fred vinur okkar og konan hans hún Carol voru svo sæt að biðja okkur að koma með sér á yndislega tónleika í Epcot Center. Fyrst borðuðum við saman, í Epcot og svo fórum við á úti já segi og skrifa úti tónleika. Kórinn var sá stærsti sem ég hef í lifinu séð og 80 manna hljómsveit spilaði undir. Einhver Broadway stjarna, sem bæ ðe vei ég hef aldrei heyrt af, las jólaguðspjallið og kórinn söng og söng og söng, ég hef nú oft heyrt kórsöng, en aldrei annan eins. Vá vá vá, þessir yndislegu tónleikar komu mér sko aldeilis í hátíðarskap. Já ekki gleyma, þegar "Heims um ból" var sungið, auðvitað á ensku og stjórnandinn hvatti viðstadda að syngja, jú ég söng auðvitað með og sko á íslensku. Eins og þið sjáið þá var þetta YNDISLEGT.
En á morgun er heimferð. Og vitið merkileg heimferð. Við komum farangurslaus hingað og viti menn, við förum farangurslaus heim. Þetta er takmark sem við erum búin að vera að láta okkur dreyma um svo lengi. En vitið ég er eiginlega alveg pottsjúr á því að tollararnir heima halda að við höfum eitthvað mjög misjafnt á samviskunni, komandi frá Ameríkunni......... með engan farangur........ eitthvað voða skrítið. !!!!. Sé alveg svipinn á þeim. But en það skiptir engu máli, þeir mega gramsa í handtöskunni minni eins og þeir lifandi geta.
Well það er verið að kalla á mig í mat. Það eru sjávarréttir ala gamli. Þið megið sko alveg öfunda mig.
Og koma svo og kommenta :)
Athugasemdir
Flott blogg - gott að heyra hvað þið hafið það gott.
Engir útitónleikar hér á klaka. Nú er Suð-Vestan garri með snjóéljum og fjúki. Haglél þess á milli. Hiti um frostmark. Þetta að ferðast án farangurs er 'RED' alarm og ásamt one-way-ticket sem keyptur var 'cash' í gær og bendir til að farþegi ætli sér ekki að komast lifandi úr þessari ferð. Það er víst trúar-athöfn og má ekki banna, þessvegna megið þið fljúga án farangurs. Gaman að sjá ykkur á morgun.
Kveðjur til Boneville
Krissi bró
Krissi bró (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:46
Gaman að heyra frá ykkur, faranguslaus ??? vonandi verður það bara handtaskan sem verður skoðuð ýtarlega ! Hlakka til að sjá ykkur.
Ástarkveðja,
Sússý systir xxx
Susan AnnBjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.