Sól sól skín á mig

Verð nú að viðurkenna að þegar við vorum sest í sætin okkar í flugvélinni "sem ber eldstöðvar heitið Askja" varð mér eiginlega ekki um sel. Það svoleiðis hrúguðust inní vélina börn, lítil börn, stálpaðri börn og jafnvel bara nokkuð stór börn. Obbosí, voðalega löng flugferð fyrir höndum og öll þessi börn, vá þau verða þreytt, þau verða pirruð og sum bara pjúra frek. Ég átti von á gráti og hlaupandi krökkum um alla vél. En alla malla hvað maður er forpokaður, eftir næstum 8 tima flug voru öll börnin eins og ljós, ég næstum skammaðist mín fyrir fordómana.
Í fyrsta skipti í mjög langan tíma var okkur hleypt inní USAið án nokkurra málalenginga, við þurftum ekkert að skýra okkur út, við bara sprönguðum í gegn eins og ekkert væri. Ég reyndar vara næstum búin að koma mér í klípu. Gæinn spurði mig hvað ég væri að dunda mér við á daginn og snillingurinn ég var næstum búin að segja honu að ég væri "home wrecker", vá það munaði svo litlu. Við svoleiðis vorum langt fyrst út, enda enginn farangur að þvælast fyrir okkur, enginn á bílaleigunni og við komin heim í Bonville bara eins og skot.
Annað kvöld koma svo Háhæðarhjónin, ég verð að stokka upp af bleika stöffinu, annars er ég hrædd um að Háhæðarfrúin verði ekki glöð með mig. Svo er það golf, golf og meira golf en ekki hvað.
Well sólin bíður og ég er meira að segja með ekki bara eina bók, nei ég er með 2 bækur sem ég ætla að lesa, svo ég má ekki láta deigan síga í þeim efnum, verð að drífa mig.
Sí jú

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband