Komin heim

Við erum komin heim, eftir heilan mánuð í burtu.
Þvílíkur dásemdar mánuður. Seinast þegar ég bloggaði vorum við rétt farin af klakanum, Háhæðarhjónin á leiðinni og við rétt í startholunum með að njóta.
Sem betur fer mundi ég eftir að stokka upp af bleika stöffinu og kannski fylgdi ein hvítvín með, svo Háhæðarfrúin var bara kát með mig. Kallarnir fengu sér örlítið sterkara í tána.
Well Háhæðarhjónin komu, við og Háhæðarhjónin fórum í siglingu til Bahamas. Það var ekki að sökum að spyrja, það var æðislegt. Það er nú ekki leiðinlegt að ferðast með þeim sköthjúunum.

Svo leið hver dagurinn á fætur öðrum og við urðum slakari og slakari, gerðum kannski ekki margt,sem svona venjulegur ferðamaður gerir, við erum jú búin að fara í alla garðana, mollið freistar ekki lengur og okkur langar bara að njóta þess að vera saman á yndislegum stað. En við eigum eftir að skoða svo margt, en það verður bara að bíða betri tíma.
Engin vinna, ekki einu sinni GSM. Nei enginn GSM. Það var slökkt á símum í heilan mánuð og mig langaði ekki baun að kveikja á minum þegar heim var komið. Ekkert áreiti. Bara að njóta.
Við auðvitað golfuðum frá okkur allt vit. Í ferðakeppninni alræmdu vann ég, júhú ég vann í fyrsta skipti og verð að segja að ég var að golfa eins og engill flesta daga. Reyndar hef ég aldrei séð engil golfa, en ég hef reyndar heldur aldrei séð engil, well komin kannski aðeins út í aðra sálma.
Komumst að því að einn frægasti golfari heimsins Ian Poulter, spilar stundum golfvöllinn okkar með honum Sam, sem er orðinn svo stór. Þegar við sáum Sam fyrst var hann svo oggulítill en nú er Sam orðinn stór og hann er sko einhver sem er vert að hafa augun á í golfheiminum. Það er önnur saga en semsagt, þið þarna úti, Ian Poulter sjálfur spilar völlinn okkar stundum. Einnig kemur Christina Kim stundum og okkur er sagt að fleiri frægir komi stundum, bara svona eins og þegar frægir koma til Íslands, þeir koma á svona velli eins og okkar til að fá frið. Þarna er enginn að spuglera í þeim.

En svo kom heimferðin í flugvélinni "sem ber eldstöðvarheitið Krafla" smekkfull vél eins og venjulega. Fyrir innan okkur sat frú frá Noregi, úff hvað frúin var frek, held að hún hafi verið með þvagleka, svo þurfti hún stanslaust að vera að láta mikið fyrir sér fara.
Það var ekki það eina. Ég hef nú alltaf verið frekar ánægð með flugfreyjur Icelandair. En ekki núna. Þarna var ein sú leiðinlegasta flugfreyja sem ég hef á ævi minni átt samskipti við. Þið vitið hver hún er...... ætla ekki að segja nafnið hennar en hún vann í útvarpi. Vá sú ætti að fara að gera eitthvað annað. Orðin þreytt og pirruð í vinnunni sinni.
En ég ætla ekki að láta hana pirra mig.
En eitt er víst, næst þegar ég fer "westur" ætla ég að hafa púða undir bossann á mér. Þessi andsk..... pínubekkir sem þeir hjá Icelanair kalla sæti eru ekki fólki bjóðandi.

En þangað til næst.
sí jú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband