11.1.2013 | 10:06
Annar föstudagur ársins.....
upprunninn og ennþá er myrkur úti.
Við voffan búnar að viðra okkur og hugsa málin. Ég reyndar veit ekki hvað voffan var að spuglera, kannski bara eins og vanalega, hvaða voffi hafi verið hvar á undan..... hvur veit.
En ég var að spuglera. Rétt eftir áramótin, tók ég þá ákvörðun að hvíla mig á feisbúkkinu. Mér fannst ég fá allt of miklar upplýsingar um ekki neitt, mér er nokk sama hvað hver hefur í kvölmatinn, hvenær einhver fer í ræktina, hvenær einhver klórar sér í hausnum og hvenær einhver mokar stéttina hjá sér. Og þá var ekkert annað í stöðunni en að taka sér frí, sem ég og gerði.
Ég áttaði mig líka á því að með því að loka feisbúkkinu og þar af leiðandi ekki birta bloggin mín þar, þá auðvitað les enginn það sem ég set hér niður. En er það ekki markmiðið með bloggi að einhver lesi það? Jú væntanlega. En ég hef ákveðið að líta öðruvísi á málið. Hér ætla ég að setja niður það sem mig langar. Og það sem mig langar, langar mig sjálfa kannski að lesa einhverntíman seinna. En ef einhver vill lesa og ef einhver hefur gaman af, þá er það ennþá skemmtilegra. Og skemmtilegast ef einhver skrifar athugasemdir.
Reyndar man ég þegar ég fyrst byrjaði að blogga og leyfði mér að blogga um hugmyndir um að farþegar í yfirvigt þyrftu að borga extra. Þá fékk ég aldeilis á baukinn. Ein athugasemdin var eins og í áramótaskaupinu "djöfull ertu grunnhyggin" og "Djöfullin hafi það! ef þú höndlar ekki að sitja hjá feitu fólki skaltu bara halda þig heima hjá þér!" Þessar athugasemdir voru báðar frá sömu ljúfu stúlkunni, sem bæ ðe vei, ég þekki ekki baun.
Well ætti ég ekki að hætta þessu þrasi það er að byrja að birta fyrir utan gluggann minn og ég bara í nokkuð góðu stuði.
Og svo enginn sakni feisbúkk statusa þá ætla ég að hafa fisk í matinn í kvöld, hvur veit nema ég skottist smá í ræktina, en það þarf ekki að moka stéttina.
Heyrumst.
Athugasemdir
Dásamlega hárrétt, Facebook er stórlega ofmetið apparat og ég persónulega hef engan áhuga fyrir að vita allt það sem fólki virðist finnast það skuldbundið til að ryðja þar inn. Þess vegna er ég ekki á Facebook. Mig langar ekkert alltaf að vita hvenær hver fær í magann. En ég er fegin að þú ætlar kannski í ræktina, ég er nefnilega búin að vera þar...
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 10:31
Takk fyrir athugasemdina Nanna. Gleður mitt hjarta að fá svona skemmtilegt innlegg.
Jú ræktin er ofarlega á listanum. :)
María Richter, 11.1.2013 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.