Jibbí, föstudagur númer sjö.

Þegar við voffan skokkuðum út í morgun, var bara orðið yndislega bjart, eða þannig,  ekki skellibjart, en það birtir og birtir.

Við voffan höfum farið í okkar daglegu göngutúra í rúmlega 8 ár.  Ég held að ég sé að fara með hana til að hún geti sinnt sínum frumþörfum.  Eða er það þannig?  

Hver fer með hvern?  Þegar ég spái betur í málið, er það kannski voffan sem fer með mig á hverjum morgni?  Ef henni þykir ég vera sein í að drösla mér af stað, þá rekur hún á eftir mér,  það er engin miskun hjá minni.  Það er hún sem hefur dregið mig af stað á hverjum morgni.  Aldrei hefði mér í lífinu dottið í hug að fara í gönguferð fyrir 8 á hverjum morgni.   Er ansi hrædd um að mínir nánustu hefðu látið loka mig inni ef ég hefði tekið upp á þeirri vitleysu.  Jú ég held í bandið og voffan er á hinum endanum.  En hún er oftast á undan mér.....  hver er þá með hvern í bandi?  

 Var bara að spá 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband