22.2.2013 | 10:27
Þeir hrúgast inn, föstudagur númer 8 mættur á svæðið.
Það má eiginlega segja að þegar við voffan skokkuðum út í morgun, þá var hálfbjart. Ef ekki hefði verið svona þungbúið og eiginlega suddi, þá hefði bara verið orðið nokk bjart. Voffan spugleraði mikið í ferðum annarra voffa, enda farin algjörlega ný leið. Ég bara spugleraði hvað ég ætti að segja hérna.
Ég sá viðtal í fréttunum í gærkvöldi viðtal við einhverja konu sem ég held alveg örugglega eigi sæti í íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur. Hún var að tala um þvílík ósköp væri að RVK væri að styrkja börn í að stunda súlu fitness. Fannst mér þarna komið kýrskýrt dæmi um hvað er hægt að gera mikið rugl úr engu. Hélt konan í alvöru að súlu fitness snérist um það að þjálfa strippara? Ég þurfti eiginlega að hætta að gúffa í mig matnum, svo hissa var ég. Eru súlur ekki til neins annars nýtilegar en að þjálfa strippara? Ég hef séð í mörgum bíómyndum senur frá slökkvistöðum þar sem súlur eru notaðar til að komast snarlega milli hæða. Kannski eru slökkviliðsmennirnir að láta sig dreyma um feril sem strippara ha ? Ég man líka þegar ég var obboð lítið stelpukorn og "nýja" slökkvistöðin í Skógarhlíðinni var vígð, ég held að það hafi verið nálægt 1966 þá var þessi líka fína súla á milli hæða. Obbosí, voru þeir kallarnir á vaktinni hans pabba að æfa sig í strippdansi? Æi kannski er ég bara svona leiðinleg en mér finnast svona umræður svo forpokaðar og lýsa frekar vanköntum þeirra sem láta sér detta svona í hug. Mér finnst amk að konukrílið ætti að fagna því að ungingar vilji stunda líkamsrækt. Ég veit að súlu fitness er sko ekkert auðveld og algjörlega frábær leið til að komast í fantaform. Eins og þegar ég las um daginn í blaðinu um að Kardimommubærinn væri allt í einu orðin hornsteiinninn að kvenfyrirlitningu og Dýrin í Hálsaskógi engu betri. Hvað er eiginlega í gangi? En sú sem þar talaði gleymdi alveg að tala um Karíus og Baktus, þar var alls engin kvenmaður í munninum á honum Jens, er það allt í lagi þegar þeir kumpánar voru bara vondir og gerðu bara ljótt? Tja ég bara spyr.
Jæja búið með þetta.
Annað datt mér í hug í suddanum í morgun.
Eins og þið vitið, sem þekkja mig, þá vann ég í yndislegri búð í milljón ár. Ég hef mikinn áhuga á þjónustustigi verslana og er obboðslega gagnrýnin á búðarfólk. Ég verð obboð pirruð ef ég get ráfað um í verslun án þess að nokkur svo mikið sem virði mig viðlits og eins verð ég líka voða fúl ef ég er elt á röndum eins og búist sé við að ég sé að stela.
En aníróds, ég fór í Smáralindina í gær. Ég fór í ákveðnum erindagjöðum. Ég var að leita mér að flík, undirflík, sem mér datt helst í hug að fengist í Hagkaupum eða Debenhams. Mig minnti reyndar að það væri sérstök undirfataverslun í Smáralindinni, en ég fann hana amk ekki. Ég lagði bílnum í endanum við Debenhans og byrjaði því leiðangurinn þar. Ég lagði leið mína í undirfatadeildina. Það voru nokkrir starfsmenn þar, flestir bara að ráfa um eða raða á slár. Þarna var ég ræfillinn, tilbúin að eyða krónunum mínum þarna ef rétt flík fengist. Við skulum ekki gleyma sérvisku minni varðandi búðarfólk, ég vil alls ekki ganga á eftir þeim og biðja þau um að aðstoða mig, þau eru í búðinni til að gera mér lífið gott og aðstoða mig. En þarna sá sig enginn knúin til að bjóða mér aðstoð sína, þrátt fyrir að ég labbaði nokkra hringi og ég var nokk örugglega að leita að einhverju. Og hvað gerði ég? ég fann ekki sjálf það sem ég var að leita að, svo ég fór út með aurana mína pikkfasta á kreditkortinu mínu. Reyndar á leiðinni kom ég við í snyrtivörudeildinni hjá Mac. Um leið og ég kom inn fyrir básinn þeirra, kom þessi ljúfa stúlka og bauð mér aðstoð sína og meira segja sagði uppáhalds setningu allra búðarspegulanta. Hún sagði orðrétt: góðan daginn, HVERNIG get ég aðstoðað þig. Þarna gaf hún mér ekki einu sinni færi á að segja NEI, sem er svo hræðilega auðveltl, þegar maður er spurður GET ég aðstoðað. Hún fær 10 þessi stúlka. Jæja, ennþá með fulla trú á islensku verslunarfólki, þá sprangaði ég yfir í Hagkaup og beint í nærfatadeildina. Þar var nú ekki nokkur sála við vinnu svo ég ráfaði þar óáreitt um í dágóða stund í leit að flíkinni góðu. Ég reyndar sá ekki neinn starfsmann, fyrr en ég kom í skódeildina, þar sem ég var nokkuð klár að flíkin mín fengist ekki. Skamm skamm verslunarfólk...... Ég fór sumsagt heim án flíkarinnar sem ég svo sannarlega var komin til að kaupa. Ætli ég kaupi hana ekki bara í Ameríkunni þegar ég fer þangað næst.
Hlakka til að sjá hvað margir lesa þessar hugleiðingar mínar í dag. Síðasta föstudag voru það 5 sálir. Ég er bara obboð ánægð með það.
Athugasemdir
Ég gæti bara ekki verið meira sammála, bæði þetta með súlufitnessið og þjónustustigið í Debenhams, því hefur sannarlega hrakað. Heldur súrt að þurfa að leita uppi þjónustuna þegar maður er nú kominn á staðinn.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.