Föstudagur númer 12 upprunninn

Við voffan skokkuðum glaðar út í morgun morguninn svo bjartur og fagur.  Held að voffan sé búin að gleyma lífinu fyrir "skerminn"  .´

Ég átti afmæli í vikunni.  Svo sem ekkert um það að segja, nema við þau merku tímamót fékk ég tak í hálsinn.  Kannski ekkert skrítið við að kona á "mínum aldri" fái tak í hálsinn.  En þessi kona, þ.e. ég nenni ekki að vera með tak í hálsinum, svo einhvernveginn fékk ég þá flugu í höfuðið að fara til doksa og fá beiðni til sjúkraþjálfara og losa mig við þetta í einum logandi grænum.  Ekki halda að þetta sé einhvert brjálæði í mér, ég nefnilega veit að þetta fer bara ekki si svona af sjálfu sér, hef nú aflað mér þeirrar reynslu áður.  Nema hvað, ég byrja morgnana á því að hringja í heilsugæsluna.  Neibb, enginn tími til í dag, nema í eftirmiðdagstímana, sem kosta hvítuna úr augunum á manni, "en reyndu endilega aftur í fyrramálið".  Daginn eftir:  Ég hringi.  Neibbs enginn tími til og ekki lagast hálsinn.  Ok, ég dey ekki ráðalaus, þykist nú svo sem ekkert þurfa að hitta doktorinn, gæti hæglega sent henni í-meil, það er jú í fælnum mínum að ég hef fengið þennan kvilla áður, reyndar fyrir löngu, en bíttar það einhverju?  Neeeeeeei, þú færð ekki beinan aðgang að netfangi virðulegs doktorsins.  Hvað er þetta eiginlega?  Ef læknislufsan vill ekki tala við mig með í-meil, getur hún þá ekki bara eytt póstinum mínum?  ég fæ mjög reglulega pósta sem ég vil eiginlega ekki fá og eyði þeim bara með einum snyrtilegum smelli.  En ég fékk netfang heilsugæslunnar.  Hm hm  einhver ætlar sem sagt að sigta út það sem virðulegur læknirinn má sjá.  Hvað er í gangi, eru doktorarnir svona langt yfir mig hafnir?   Mín orðin pínu pirruð á þessu öllu saman, þegar ég fæ vélrænt svar frá heilsugæslunni.....  neibb auðvitað afgreiða þeir ekki beiðnir svona yfir internetið.  OK, get svosem skilið það, en kvillinn er í fælnum mínum, ég fór síðast til sjúkraþjálfara fyrir ca 7 árum, svo ekki er ég að ofnýta þeirra þjónustu og síðast en ekki síst ÉG NÆ EKKI Í DOKTORINN.  Það er verulega farið að fjúka í mína.  Ég bara dríf mig af stað og fæ tíma hjá sjúkraþjálfaranum.  Hringi kl. 8:02 í heilsugæsluna, svona rétt áður en við voffan drifum okkur út í morgunblíðuna, og viti menn, ég næ í gegn  jibbbbbbííííí.  Ég bið um símtal við lækninn.  

Þegar þjálfi er byrjaður að kvelja mig, hringir langtyfirmighafni doktorinn....  neibb, ég fæ ekki beiðni hún verður að sjá mig fyrst, en bara smá vandamál, hún á ekki tíma fyrr en 2.apríl !!!!  Þetta er nú að verða fyndið.  Ég ætla að vera búin að ná þessu úr hálsinum á mér 2. apríl takk fyrir kærlega.  2.apríl, ég næstum spurði   hvaða ár?  svo fáránlegt var þetta.  

Svo tala þeir í útvarpinu um og dásama heilsugæsluna.  Þegar maður er kominn á minn aldur og þarf hugsanlega að fara að nýta sér þjónustuna, þá held ég bara að sé ágætt að eiga tíma amk einu sinni í mánuði, þá er maður nokk klár að það er ekki svo langt í næsta tíma ef eitthvað bjátar á.  Ég dásama amk ekki heilsugæsluna, því þetta er alltaf sama sagan ef maður þarf á henni að halda.  Ef ég þarf ekki aðstoð pronto, þá panta ég tíma, því ég veit af reynslunni að ég fæ ekki tíma fyrr en amk í næstu viku.  En ef ég þarf aðstoð pronto,  ja þá er ég eiginlega algjörlega fxxxxd eins og staðan er í heilsugæslunni minni.

Updeit næsta föstudag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband