Dagur 1 punktur

Okkur var hleypt inní draumaland allra án nokkurra málalenginga.  Hressileg tilbreyting.  Við erum svoleiðis úber lúxusrottur að við vorum svoleiðis lang lang lang fyrst að komast í gegn og út.  Enginn farangur að þvælast fyrir okkur.  Lentum 20:45 og vorum komin heim í hús 22:30, held að þetta sé nýtt met.

Veðrið algjörlega fullkomið en þegar við komum heim, var loftkælingin uppi ekki að virka o mæ god.  Hvurnig á maður að sofa í hitabeltinu og engin loftkæling?  varla með lokuð augun eða hvað.  He he við gömlu dóum nú ekki ráðalaus notuðum bara gamaldags ráð....  við opnuðum gluggana og þar sem það var svalt úti þá dugði þetta ljómandi ásamt viftunni og við hrutum eins og hross, hef reyndar ekki græna glóru um hvort hross hrjóta böt hú kers?

Við dyrnar biðu pakkar  jey jey, mín farin að sjoppa jafnvel áður en hún lendir.  Nýju golfskórnir mínir komnir.  Þið vitið, mig bráðvantaði svo golfskó hér, þeir gömlu eru orðnir verulega fönkí.  Ég obboð glöð.  Þangað til ég kíkti í skápinn með golfdótinu.  Þar brostu til mín NÝJU golfskórnir sem ég keypti mér í haust, þið munið af því að þeir gömlu voru orðnir svo fönkí.  Alla malla hvað maður er orðinn fönkí í hausnum, jæja en hvað ég er heppin, nú á ég tvenna svona líka flotta golfskó hérna, það skiptir öllu máli að vera flottur á fótunum.

Erum akkurat núna að bíða eftir gestum.  Við eigum von á vinum sem eru að fara heim í kvöld, greyin.  Þau eru svo sæt að ætla að kíkja við hjá okkur.  Og svo tekur alvaran við.  Við erum að fara í golf.  Golfkeppnin ógurlega hefst formlega í dag.  Og ég ætla að vinna aftur.  Og ég ætla svoleiðis að taka gamla á taugum að hann sér aldrei til sólar.  Og ég ætla að rúlla yfir hann.  Úff ætti kannski að spara stóru orðin.

Kommentið nú elsku vinir.

Óver and át 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim ! Frábært hvað ferðin gekk vel og hvítvínið vonandi vel kælt í vélinni :)

P.s. Svo á maður aldrei of mikið af skóm, golfskóm eða öðrum skóm :)

Ragnhildur Anna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 14:44

2 identicon

Byrjunin lofar góðu :) - en miðað við fyrri reynslu af þínum yfirlýsingum kæra mákka ( um ísl. Vetur) veðja ég á bróður minn á þessu móti :D 

annars finnst mér þessi ruslpóstvörn hérna vera farin að krefjast mikillar stærðfræðikunnáttu :) öllu má ofgera...djís ;) 

njótið vel og mundu að skipta um skó í hálfleik.... 

Helena (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband