10.4.2013 | 18:17
Þarf eiginlega að fá mér hatt !!!
Og afhverju skyldi ég eiginlega þurfa að fá mér hatt?
Jú munið stóru orðin í gær, ég ætlaði að rúlla gamla upp? Taka hann á taugum?, well eins og staðan er núna í stóru golfkeppninni þá er hún 2 - 0 og ekki mér í hag get svo svarið það. En keppnin er ennþá ung og ég er ekki búin að gefast upp, MINN TÍMIN MUN KOMA.
En hvað sem öllu andsk..... golfi líður þá var steikin í gærkvöldi guðdómleg, veðrið yndislegt og félagsskapurinn bara fínn takk fyrir, reyndar var hann fullur af sigurvímu en ég leyfði honum bara að eiga sína stund. Hann á eftir að vera í mínum sporum já o já á morgun verður minn tími og þá........
Sólin bíður börnin góð, ekki meira í dag og hana nú
Athugasemdir
Nýir golfskór, fullt af pökkum, steik, sól, golf og góður kall. Hvað vill maður meira. Lifandis getur lífið verið ljúft. Enn sem komið er hefur ekki verið minnst á bleika stöffið. Er minni farið að förlast? Út í pixís að kaupa stöff, ekki seinna en NÚNA. Njótið lífsins, sólarinnar og hvors annars.
Kærar kveðjur úr aprílfrostinu
Milla
Milla (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 09:00
Takk fyrir öll bloggin.
Milla
Milla (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.