14.4.2013 | 15:40
Bleika stöffið.
Krúttið hún Milla miðsystir var að hafa áhyggjur af bleika stöffinu. Ég hef víst ekkert minnst á það. En auðvitað er alltaf nóg af bleiku stöffi á þessu menningarheimili. Það er eins nausynlegt að eiga bleikt stöff í mínum ísskáp tja eins og, hvað skulum við segja, veit bara ekki hvað er eins nauðsynlegt og bleikt stöff í Bonville.
Bonville bændur ætla á morgun að leggja land undir fót. Við erum orðin svo ævintýragjörn að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Við ætlum að skötla okkur til St Augustine hérna rétt fyrir norðan okkur. Þetta er elsta borg Florida, fullt af gömlu góssi, lúnum húsum, æi þetta er næstum hætt að vera spennandi. En við ætlum að skvera okkur af stað í fyrramálið. Og auðvitað ætlum við að spila golf, hvað annað?
Svo bara svona smá veðurrepport. Hér er rjómalogn, hiti nálægt 30 kallinum en engin sól. Ég er að bíða eftir að fá hádegismatinn, það er pizza í dag en ég er ekki að sjá um eldamennskuna, enda væri það dálítið snúið þar sem ég er að blogga. Það sér það hver heilvita maður að maður bloggar ekki um leið og maður reddar pizzunni í ofninum.
Og svona í restina...... ég tapaði aftur í morgun
Óver and át
Athugasemdir
Gvuði sé lof, ég var orðin doldið stressuð út af bleika stöffinu. Hef minni áhyggjur af lánleysi frúarinnar í golfi, enda veit ég ekki hvað er upp og hvað er niður á golfkúlu.
Njótið lífsins í St. Augustin, um þessar eru mikil hátíðahöld þar þeir eru að halda upp á búsetuafmæli, man ekki í augnablikinu hvað mörg ár tvöhundruð og eitthvað, skiptir ekki máli. Hátíð er hátíð.
Ein lítil saga í restina af lítilli dömu sem fór með foreldrum sínum fljúgandi frá Orlando til St. Augustin og var að segja ömmu sinni frá ferðalaginu. "Og svo fékk ég ís" sagði daman. "Á flugvellinum"? spurði amman. "Neiiii við fórum auðvitað í bæinn" svaraði daman. "Hva, voruð þið með bíl"? spurði amman. "Nei, við fórum í svona bíl, sem maður fer í, þegar maður er búinn að drekka bjór eða vín og má ekki keyra", svaraði veraldarvön daman.
Sólarkveðjur til St. Augustin
Milla
Milla (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.