Ródtripp.....

Jey við gömlu fórum í ródtripp.......  áfangastaðurinn St Augustine en á leiðinni spiluðum við auðvitað smá golf í Palatka.  Gvöð hvað þetta er skemmtilegt.  Þarna var "lókal" völlur við fíluðum okkur eins og þetta væri okkar eigin einka golfvöllur, ekki slæmt.  Golfið hm hm hm, man eiginlega ekki eftir hvernig það var, en ég man við vorum skellihlæjandi þegar því var lokið.

St Augustine....................   dásamlegur bær.  Dagur 1 punktur.  Trítlum í bæinn sem er sko 500 ára gamall cirka bát.  Þetta er algjörlega yndislegur bær, við löbbum og löbbum og erum algjörlega í sælu.  Svo heyrum við konusöng á lofti,  við þangað.  Þar hittum við hana Katherine Archer.  Sú er algjörlega frábær tónlistamaður.  mæli með að kíkja á vefsíðuna hennar:  http://www.katherinearcher.com/.  Fengum okkur samloku og hlustuðum og hlusuðum.  Maturinn ekki eins góður og tónlistin.  En St Augustine er gimsteinn sem allir Floridafarar ættu að heimsækja.  Gamli bærinn þar er engu líkur.  Og það er svo skemmtilegt við kanann að það eru alls staðar skilti sem segja manni hvað gerðist hvar og ég tók mynd af næstum öllum skiltum sem ég sá.  Við fórum í draugatúr obboð skemmtilegur og við fórum í sætsíing  líka obboð skemmtilegt  og við fórum í vínsmökkun, þið vitið svona kúltiveraða smá sopi af fullt af vínum, við fórum út að borða og við löbbuðum og löbbuðum.  Við meira að segja hittum Katherine aftur, borðum á Harry's og þar fékk ég dásamlegar rækjur með krabbakjöti mmmmmmm og sátum bara við hliðina á Katherine, spjölluðum við hana og nutum.

Þið sjáið að við fíluðum St Augustine alveg í tætlur.  Það er svo gaman að heimsækja svona bæ sem slær alveg í gegn, fólkið alveg frábært og bara allt í fínu lagi.

Ok við gistum svo sem ekki í neinum luxusheitum, en komm on, við vorum frábærlega staðsett og herbergið okkar var hreint og rúmið gott.  Við gömlu viljum frekar gista ódýrt og eyða meiri aur í lífsins lystisemir.  Var þetta ekki flott?

Jæja, keyrðum heim í gær og auðvitað var yndislegt að koma heim.  Það er svo yndislegt hérna hjá okkur í Bonvillinu.

Og svona í restina:  Ég tapaði í morgun en ég ætla bara að vinna á morgun.....

Kommenta svo 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur greinilega verið gasalega huggulegur túr hjá ykkur.  Sammála ykkur, St. Augustin er yndislegur bær og líka sammála með gistinguna, af hverju að borga gommu í herbergi sem maður kemur í til að sofa, ef rúmið og klóið er hreint og gólfteppið sæmilega hreint, engir kakkalakkar þá er hótelið gott.  Auðvitað að nota aurinn í vín og mat  og annað sem gleður mann.  Haldið áfram að njóta, kveðjur úr aprílsnjó og kulda

Milla

Milla (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband