19.4.2013 | 22:57
Vinni vinni vinn
Þar kom að því að við gömlu tókum til hendinni.
Eins og vanalega var grillið ógeð svo gamli tók það verk að sér að gera það hreint og fínt. Ekki var hann búinn þá, nei ó nei, það var ýmislegt smálegt, sem þurfti að huga að, maður er nú ekkert smá heppin hvað hann er handlaginn maðurinn. Ekki ætla ég að gleyma henni mér. Ég tók fram grænu fingurna, við keyptum 2 blóm svona líka voðalega krúttleg og ég potaði þeim í jörðina og hlakka mikið til að njóta þeirra í framtíðinni. Vonandi fer betur fyrir þeim, heldur en greyinu sem við plöntuðum um árið, keyptum 3 en bara 2 lifðu af vistina og lifa enn. Setti svo þetta yndislega nýja kurl í beðin og svo ýmislegt smálegt sem myndarlegar húsmæður hrista fram úr erminni.
Mér finnst vera farið að styttast óhugnalega í ferðinni, finnst við bara næstum vera á leiðinni heim á morgun, en við eigum 11 daga eftir og ætla ég sko að njóta þeirra eins vel og ég mögulega get, sötra bleika stöffið á daginn og fylgjast með hvað gerist hjá stjörnunum, vitið ég held að hún Kim sé að springa, greyið þótt hún sé ólétt, þá er bossinn á henni orðin húmongus get svo svarið það. Og vissuð þið að Angelina og Brad eru víst búin að gifta sig? Svo var ég að sjá hvað óléttan hjá henni Kötu Middelton gerir hjónabandinu gott. Svona er algjörleg ómissandi að fylgast með lífinu hjá stjörnunum.
En núna er komið að erfiðu ákvörðuninni...... eigum við að éta heima eða eigum við að steðja út? nenni ekki alveg að hugsa um það strax, ætla bara að kúra mig pínu, skola svo af mér skítnum og þá er ég reddí í ákvarðanir
og hana nú
Og svona í restina ..... hver haldiði að hafi unnið í dag? HÚN ÉG VANN
Athugasemdir
Aldeilis sem þið hafið það frábært. Mikið er nú gott að fá fréttar af stjörnunum, en ég ruglaðist aðeins í einu. Hver er Kim?
Skál í bleika stöffinu og til hamingju með sigurinn.
Þórdís Richter (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 10:04
Greinilegt að Bakkahjónin hafa ekki verið nýlega í Bonville, þá værið grillið ekki ógeð, því Bakkabóndinn hefur svo gaman af því að þrífa grillið..
Kærar þakkir fyrir ómetanlegar fréttir af stjörnunum, ég treysti því að þú hafi verið með bleikt stöff við hliðina á slúðrinu. . Mér datt í hug sagan sem þú sagðir eitt sinn af baráttu þinni við sumarblómin, þegar þú þurftir að líma þau niður með tonnataki svo þau fykju ekki á haf út í vorblíðunni eitt árið. Það er væntanlega lítil hætta á því í Bonville.
Njótið blíðunnar og hvors annars
Kærar kveðjur
Milla systir
p.s. til hamingju með sigurinn, hann er alltaf sætur.
Milla (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.