20.4.2013 | 23:55
Hann var svalur í morgun
Brrrrrr það var sko kalt á Floridastandard í morgun þegar við gömlu drifum okkur í vinnuna. Svo kalt að frúin smeygði sér í smá treyju með löngum ermum og það hefur nú bara ekki gerst lengi lengi. Þegar gamli var svo búinn að vinna mig einu sinn enn, þá var ennþá ekkert sérstaklega fínt veður svo við brugðum okkur bara í búð. Það er nú alltaf svo uppbyggjandi fyrir sálartötrið að versla pínu, kannski ekki eins heilbrigt fyrir kreditkortið en sálartötrið mæ god bara gaman. Komum heim með ýmislegt smálegt allt bráðnauðsynlegt á nútímaheimili hjá nútímafólki.
Well svo kom að daglega málinu: hvað skal skutla í vömbina á sér í kvöld? kannast einhver við þetta. Dálítið flóknara en hjá voffunni, sem bara slafrar í sig sama gröbbinu alla daga, ekki öfunda ég hana. Í kvöld verður það Tilapia, dásamlegur fiskur og nokkrar risarækjur með. Við ætlum svo að skola þessu niður með ljúfu hvítvíni. Við erum sko ekki illa haldin matarlega hérna í USAinu frekar en vanalega og enn og aftur er ég ekki við stjórnvölinn í eldhúsinu. Ég hef ekki eldað eina einustu máltíð, ég hef lagt á borðið og gengið frá en þar með er mínum afskiptum af eldhússtörfum lokið. Gamli ræður þar ríkjum.
Úff sorrý, verð að þjóta, það er verið að kalla á mig í matinn.
Skál
Halló, væri svo ekki gaman að kommenta, amk þykir mér það obboð gaman.
Athugasemdir
Gvuði sé lof, Eyjólfur er að hressast. Frúin búin að fara í búð og kaupa, ekki lufsast út og kaupa ekki neitt. Kannske var hún bara hrædd um að gömlurnar myndu mæta á svæðið og draga hana í átlettið, þær hebbðu ekki talið það eftir sér og bara þegið doldið af bleiku stöffi fyrir ómakið. Ég ætla bara að vona að Bonville-frúin sjái til þess að Bjarni litli Arason sé ekki lengur fatalaus, það er ekki nóg að prjóna eins og enginn sé morgundagurinn, lítil börn þurfa gommu af samfellum, treyjum, buxum, samfestingum, smekkjum og gvuð má vita hvað þetta allt heitir sem lítil börn þurfa. Gaman að heyra af ykkur, haldið áfram að njóta sólarinnar því hér er slydda og næstum því snjókoma.
Kærar kveðjur
Milla
Milla (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 00:11
Þetta virðist allt á réttri leið þarna í Bonville, Lillan farin að fara í búðir (þetta líst mér á). Annars hefðum við eldri bara komið.
Mér sýnist að veðrið sé bara svolítið líkt íslenska veðrinu, rok og slydda og 3-4 stiga hiti? Nei annars það getur varla verið.
Ég sé á öllu hvað þið eruð alsæl og haldið áfram að vera það og njótið lífsins í Bonville og hvors annars.
Þórdís Richter, 21.4.2013 kl. 01:42
Loksins tókst að senda komment, held svo áfram að kommenta.
Þórdís Richter, 21.4.2013 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.