23.4.2013 | 21:13
Lokað í Kohl's í dag
Frúin og gamli fóru nebbnilega að versla í gær. Og það var svo gaman, við keyptum og keyptum og keyptum og svo keyptum við pínulítið meira . Það stórsá á versuninni svo þeir þurftu að hafa lokað í dag til að fylla á, get svo svarið það. En við gömlu alsæl með fengin, komum heim hlaðin pokum og kortið illa laskað. Böt hú kers, Kohl's er bara yndisleg búð.
Annað af Bonvillebændum að frétta er bara allt í besta lagi, við erum eins og svín í sagi, nennum varla að snúa okkur á vömbina á sólarbekknum, þegar við hlussumst þangað eftir vinnuna á golfvellinum, verð að koma því að ég vann aftur í dag.... Nú má gamli fara að passa sig. Við ætlum á nýjan golfvöll, ekki að hann sé sjálfur splunkunýr völlurinn, heldur höfum við aldrei spilað hann, það verður gaman að vinna aftur á morgun, það fer mér svo obboð vel. Enda var ekki við hæfi að leyfa gamla að rúlla mér svona gjörsamlega upp, eins og leit út fyrir, sérstaklega ekki eftir stóru orðin í fyrsta blogginu mínu.
En það er búið að ráða fram úr vandamáli dagsins, hvurju við ætlum að troða í okkur í kvöld, alla malla hvað maður er dannaður.... skipti um, hvað við ætlum að snæða í kvöld, miklu betra. Við ætlum að borða grillaðan Tilapia og henda nokkrum rækjum með, ég vona að gamli ætli að elda, það hefur ekki verið rætt, en ég er orðin bara flínk í að þurrka af borðinu, leggja á borð og borða.
Sól og blíða í Bonvillinu, sá að hitastigið í Garðabænum eru 2 gráður, hér hjá okkur akkurat núna 27 gráður hi hi, þið megið alveg öfundast.
Skelli mér í sturtu, óver and át.
Athugasemdir
Það hefur ekkert smá gengið á í versluninni og Kohl greyið alveg á haus að fylla á, alla malla.
Þetta er náttla bara dásamlegt að þjóta á milli molla, outletta, kohls og ross. Getur ekki verið betra. Hvernig komist þið svo með allt góssið heim í handfarangrinum? Líklegast þurfið þið að tjekka inn farangur, í fyrsta sinn?
Haldið áfram að hafa það gott og María á nýja golfvellinum á morgun gangi þér vel.
Þórdís Richter, 23.4.2013 kl. 23:22
Kveðjur frá Klaka.
27°C segirðu ? - Í morgun ætlaði ég að "skipta um dekk" - fór snemma af stað til að vera framarlega í röðinni / Tók sumardekkin aftur úr bílnum og setti þau á sinn 'vetrar-stað'. Það er kafald hérna og snjór yfir öllu > ekkert fyrir sumardekk á Stór-Kópavogssvæðinu. - Klukkutíma til viðbótar af þessu sama og bærinn verður ófær - Annars allt það sama af okkar fólki - Sumardagurinn fyrsti á morgun held ég ?? Hafið það sem allra best í Bonevelli blíðunni.
Bestu kveðjur
Krissi bró
Krissi (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 08:37
Gvuði sé lof, Eyjólfur orðinn dúndurhress og búinn að ryksuga Kohl's. Auðvitað hefur Lillan verið svo hrædd um að Milla og Ella mættu á svæðið að hún hefur séð sitt óvænna og látið hendur standa fram úr ermum. Þetta skiljum við Ella gasalega vel, Kohl's, WalMart, Vineland outlettið og Target, okkar uppáhöld og voru allir hálflamaðir eftir að við skrensuðum um hjá þeim með fullar kerrur. Munið eftir að kaupa ykkur töskuvigt áður en þið tékkið inn, það getur borgað sig.
Bestu óskir um gott gengi á morgun á nýjum golfvelli. Hér snjóaði heilan heling í morgun en nú skín sólin og fuglarnir syngja og á morgun er SUMARDAGURINN FYRSTI.
GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN
Milla
Milla (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.