Síminn???

Veit ekki alveg hvort mig langar nokkuð að kveikja á símanum mínum þegar ég kem heim.  Hér er ég búin að vera í tæpar 3 vikur og með slökkt á símanum og enn snýst jörðin og ég er í frábærum gír takk fyrir.

Þegar við gömlu förum út fyrir hússins dyr, sem bæ ðe vei er í algjöru lágmarki, fyrir utan ferðir út að laug, sem er ca 4 skref, þá er fólk stanslaust í símanum, annaðhvort að mala eða senda skilaboð.  Hvað er þetta eiginlega.  Má aldrei neinn vera án þess að vera í beinu sambandi við alla?  Ég er amk svo ánægð að heyra engann síma hringja að ég ætla að endurhugsa símanotkun mína þegar ég kem heim.  Ég sé að það er alveg hægt að eiga frábæra tilveru án þess að vera í stanslausu sambandi við umheiminn.  Ef einhver þarf að ná  í mig þá eru amk milljón leiðir til þess.  Er ekki þessi stanslausa símanotkun komin út yfir allt velsæmi?  

Tja spyr sú sem ekki veit

 Farin út að laug

og börnin góð kjósið nú rétt  í gvöðanna bænum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband